Halldór Halldórsson, ráðsmaður á Sjúkrahúsinu, leitar víða fanga í hreyfimyndasafn sitt, sem orðið er talsvert að vöxtum. Fyrir nokkrum dögum heimsótti hann sr. Kristján Björnsson á skrifstofu hans í Safnaðarheimili Landakirkju. Þeir áttu saman gott spjall, um gleði og sorg, heimspekilegar hugleiðingar og lífið í Ystakletti. Kristján kemur líka inná starf vígslubiskups að Hólum, sem hann sóttist eftir, en fékk ekki.