Samanlagður kvóti Ísfélgsins, Vinnslustöðvar og Hugins VE er um 10.000 tonn í Suðurlandssíldinni en í heildina er kvótinn 40.000 tonn. Leitast er við að vinna sem mest til manneldis. „Við erum rétt að byrja,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri Vinnslustöðvarinnar, þegar hann var spurður út í veiðar og vinnslu á síld en Vinnslustöðin er með fjögurþúsund tonna kvóta í Íslandssíldinni og Sighvatur og Kap hafa veitt um þúsund tonn.