Vestmannaeyjabær fékk úthlutað 12 milljónum króna frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ). Samtals voru greiddar út 300 milljónir en þau sveitarfélög sem eiga aðild að Sameignarsjóði EBÍ fá úthlutað í réttu hlutfalli við eignaraðild að sjóðnum. Einn helsti tilgangur EBÍ er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða og styðja alhliða forvarnastarf í sveitarfélögum.