Vestmannaeyjabær íhugar stjórnsýslukæru á hendur Umhverfisstofnunar
12. maí, 2011
Mánudaginn 9. maí sl. sendi Umhverfisstofnun frá sér fréttatilkynningu þar sem gerð var grein fyrir þeirri ákvörðun að Sorporkustöð Vestmannaeyja skyldi beitt dagsektum frá og með 1. júni næstkomandi. Þá ákvörðun byggði stofnunin fyrst og fremst á því að ryk hefði mælst 420mg/Nm3 í mælingu sem fór fram í mars 2011 og það fullyrt að „úrbætur… [hafi] ekki leitt til þess að rekstraraðili gerði nauðsynlegar úrbætur á hreinsibúnaði stöðvarinnar“.