Í tilefni 90 ára afmælis Íslendingafélagsins í �?sló var ákveðið koma á endurfundum allra barna frá Vestmannaeyjum sem fóru til Noregs árið 1973 og þeirra sem tóku á móti börnunum eða komu á einhvern hátt að ferðinni. Guðrún Erlingsdóttir er ein af fimm sem eru í undirbúningsnefnd.
Hvaðan kom hugmyndin og af hverju var ákveðið að fara aftur? Hugmyndin kom frá Íslendingafélaginu í Noregi og það var Hjalti Garðarsson sem hafði samband við mig. Hann sagði að Íslendingafélagið vildi bjóða húsið í Norefjell sem er rétt utan við �?sló og aðstöðuna þar í kring ef þeir sem fóru til Noregs vildu nýta sér það og hittast einn dag. Aðstöðuna þekkja margir Eyjakrakkar frá því að þeir voru í Norefjell 1973. �?g kom strax með þá hugmynd að við sem erum í sambandi við fólkið sem tók á móti okkur gætum boðið þeim að koma og hitta okkur og því var vel tekið. �?g hóaði svo saman nokkrum Eyjakrökkum á fésbókina. Magga Braga í Eyjum, Ingiberg �?skars, Ingu Jónu Hilmisdóttur og �?órunni �?skarsdóttur sem var fararstjóri í Norefjell og við höfum haldið utan um viðburðinn hér heima.
Fólk á að njóta þess að vera saman
Hvað er planið, hvað á að gera þar? Íslendingafélagið er búið að tala við íslenska sendiherrann í Noregi og eitthvað af Íslendingum sem þekkja til ferðarinnar 1973. Dagskráin hefst kl. 14.00, laugardaginn 14. júní með ávarpi sendiherrans og svo nýtur fólk þess að vera saman. Seinna um daginn hitar Íslendingafélagið grillið og grillar pylsur og fólk fær aðstöðu til þess að grilla það sem það vill. Svo er fyrirhugaður brekkusöngur þegar líða fer að kveldi.
Ferðin er fyrir alla sem fóru til Noregs 1973
Fyrir hverja er þessi ferð? Ferðin er fyrir alla sem fóru til Noregs 1973 eða rúmlega 900 manns, fararstjóra, gestgjafa sem tóku á móti okkur og að sjálfsögðu eru makar velkomnir líka. Einhverjir koma einnig frá Íslendingafélaginu í Noregi.
Guðrún sagði hafa komið fram gagnrýni á að ferðin sé farin með of stuttum fyrirvara. �??Sú gagnrýni á rétt á sér. En okkur í undirbúninghópnum fannst um að gera að stökkva á vagninn og ég veit að einhverjir ætla að fara fyrr út eða vera lengur og heimsækja þá staði sem krakkarnir gistu á þ.e.a.s. þeir sem ekki voru í Norefjell en alls voru Eyjabörn á 11 stöðum í Noregi. �?að eru allir á eigin vegum bæði með flug og gistingu en við erum með fésbókarhópinn �??Vestmannaeyjabörn til Noregs 45 árum seinna�?? þar sem við reynum að miðla upplýsingum og hvetja fólk til að koma. Við höfum náð til rúmlega 500 af rúmlega 900 í gegnum fésbókina og vonandi verður fólk áfram duglegt að bæta við Eyjafólki og láta þá sem ekki eru á fésbókinni vita. Við skoðuðum hópflug en það kom ekki vel út miðað við vinnuna sem hefði þurft að leggja í,�?? sagði Guðrún.
�?iggjum allar hugmyndir og aðstoð
Við fimm sem skipum undirbúnings hópinn ásamt stjórnarmönnum úr Íslendingafélaginu í Noregi og Hjalta Garðarssyni, þiggjum allar hugmyndir og aðstoð við að koma á endurfundum í Noregi og hver veit ef vel tekst til að leikurinn verði endurtekinn á 50 ára afmæli Noregsferðarinnar. 37 manns hafa sagst ætla að mæta og 77 er merktir kannski. �?g held að við getum verið ánægð ef við náum 50 manns en því fleiri því betra. �?ll praktísk atriði og hugmyndir er hægt að ræða á �??Vestmannaeyjabörn til Noregs 45 árum seinna�?? á Facebook.