Ferðaþjónusta er ein stærsta atvinnugrein í heimi. Í fyrra var veltan áætluð 7,2 trilljónir bandaríkjadala sem er um 9,8% af sameiginlegri vergri þjóðarframleiðslu í heiminum. �?essi atvinnugrein skapar um 284 milljónir starfa um allan heim. �?að lætur því nærri að einn af hverjum 11 starfskröftum í heiminum starfi við ferðaþjónustu. Fyrir land og þjóð sem vill þróa þessa atvinnugrein skiptir miklu að vanda sig. �?að er eftir miklu að slægjast.
Hið opinbera ber ábyrgð á innrigerð
Hlutverk hins opinbera �??þ.e.a.s. ríkis og sveitarfélaga- er mikilvægt þegar það kemur að innri gerð ferðaþjónustu. Fjárfesting í innviðum er lang mikilvægasta hlutverkið. Samgöngumannvirki, neyðarþjónusta, heilbrigðisþjónusta, skilvirkt skatta- og lagaumhverfi og fl. er þar mikilvægt.
Sveitarfélög víða að standa sig vel
Víða hafa sveitarfélög ráðist í mikla fjárfestingu til að byggja undir þessa atvinnugrein og auka líkur á hagsæld hennar og þar með styrkja byggð. �?að á við um Vestmannaeyjar eins og svo mörg önnur sveitarfélög. Ekki hvað síst hafa sveitarfélög á landsbyggðinni stigið fram fyrir skjaldarendur með markvissum fjárfestingum svo sem í afþreyingu, náttúruvernd, stígagerð og margt fl.
Ekkert kemur úr engu
Á fáum stöðum á landinu á ferðaþjónusta sér viðlíka tækifæri og hér í Eyjum. Með rökum má halda því fram að í fyrsta skipti í sögu byggðar í Eyjum hafi skapast jafn mikil tækifæri til að skapa nýja efnahagslega stoð, til hliðar við sjávarútveg. Ekkert kemur þó úr engu og tækifærin sigla framhjá séu þau ekki nýtt.
Mikil fjárfesting í Eyjum
Til að gera einkaðilum mögulegt að nýta tækifærin hefur Vestmannaeyjabær ráðist í mikla fjárfestingu í innviðum. Meðal helstu fjárfestinga seinustu ára sem tengjast ferðaþjónustu eru uppbygging miðbæjar, nýtt útivistarsvæði við íþróttamiðstöðina, uppbygging tjaldsvæða, gerð göngustíga, endurbætur á golfvelli, stofnun Sagn- og Sæheima og bygging Eldheima.
Ein helsta upplifun ferðaþjónustu í heiminum í Eyjum að mati The Guardian
Allt orkar tvímælis þá gert er. �?að á sannarlega við um þessar framkvæmdir. �?egar upp er staðið efast þó fáir um að vel hafi verið að verki staðið. Á aðfangadag birti �??The Guardian�?? grein sem ber heitið �??My best travel discovery of 2016�??. �?ar fjallar Robert Hull -sá víðfrægi ferðalagaskríbent- um Eldheima og færir rök fyrir því að safnið sé ein af helstu ferðaþjónustu upplifunum í heiminum árið 2016.
Vel að verki staðið
Í skrifum sínum segir hann meðal annars að Eldheimar séu… �??allt það sem gestir vilja í nútíma safni.
Með skrifum Robert Hull bætist enn ein rósin í hnappagat ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Um leið styrkja þau okkur, sem tímabundið gegnum mikilvægum stöðum í þessari uppbyggingu, í þeirri trú að vel sé að verki staðið. �?á ekki síst þegar til þess er litið að þessi skrif bætast við ómælt hrós fyrir meðal annars: frábær tjalstæði, eina bestu sundlaug á landinu, einn besta golfvöll í Evrópu, lifandi miðbæ og margt fleira �?? að ógleymdri okkar stórkostlegu náttúru.
Veldur hver á heldur
�?ótt gott sé að staldra við og njóta áfangasigra, stórra sem smárra, þá skal áfram haldið. �?ar skipta betri samgöngur náttúrulega höfuð máli en við heimamenn megum ekki láta seinagang á þeim vettvangi draga okkur blóð. Vestmannaeyjar ætla sé stóra hluti í ferðaþjónustu og sem fyrr þá veldur hver á heldur.