Vestmannaeyjar eins og þú hefur aldrei séð þær
9. janúar, 2014
Ungur Eyjamaður, Tómas Einarsson hefur undanfarin misseri stundað það að fljúga fjartstýrðum flugvélum og þyrlu yfir Vestmannaeyjum með áfastri myndavél. �?annig hefur Tómas náð að mynda Heimaey frá sjónarhorni sem fæstir hefðu annars haft tækifæri til að sjá en myndbönd Tómasar hafa áður verið til umfjöllunar hér á Eyjafréttum. Tómas hefur nú tekið saman brot af því besta, og því versta reyndar, í myndbandi sem fylgir fréttinni hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst