Vestmannaeyjar er næst kvótahæsta heimahöfnin á landinu í þorskígildistonnum samkvæmt nýjustu úthlutun. Aðeins Reykjavík fær fleiri þorskígildistonn eða 15,2% af heildarúthlutun fiskveiðiársins sem hefst 1. september. Til Vestmannaeyja koma um 12% þorskígildistonn sem úthlutað er og í þriðja sæti er Grindavík með 10,82% en þessar þrjár heimahafnir skera sig nokkuð úr.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst