Vestmannaeyjar minn heimavöllur í kosningabaráttunni
25. apríl, 2007

Sem einlægur friðarsinni starfaði hann með Herstöðvarandstæðingum og sem lögmaður kynntist hann því helvíti sem þolendur kynferðislegs ofbeldis ganga í gegnum. Brennandi áhuga hans á umhverfismálum má einnig rekja til lögmennskunnar. Hefur hann rekið mál bæði vegna Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa í Reyðarfirði. �?etta allt saman varð til þess að hann ákvað að hella sér út í stjórnmál og þá urðu Vinstri grænir fyrir valinu.

Náði í skottið á síldinni
Atli gekk til liðs við þá árið 2003 og hefur verið varaþingmaður flokksins í Reykjavík norður frá þingkosningum vorið 2003. Hefur hann nokkrum sinnum setið á þingi á kjörtímabilinu og flutt þar ýmis lagafrumvörp og tillögur, meðal annars varðandi uppsagnarrétt launamanna og fleira, réttarstöðu útlendinga, réttindi kvenna, lögbindingu stjórnvaldstækja til að uppræta launamun karla og kvenna og leiðréttingu á skerðingu vaxtabóta í kjölfar hækkaðs fasteignamats og eignaverðbólgu.
Atli er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fæddist 1947 og er uppalinn í Sogamýrinni. Og eins og títt er með aðra kynslóð á mölinni á hann ættir að rekja út á land. Móðir hans er frá Ísafirði og faðir frá Tröð í Hnappadalssýslu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og útskrifaðist sem lögfræðingur árið 1974. Allan námstímann vann hann við garðyrkjustörf, samtals tólf ár, en hann náði að komast á síld eitt sumar. �?að var ekki ferð til fjár en Atli varð reynslunni ríkari. �?�?etta var sumarið 1968, sumarið sem síldin hvarf. �?g var á Tungufelli BA frá Tálknafirði, aflinn var sáralítill en við komumst alveg norður að Jan Mayen,�? segir Atli um þessa reynslu sína.

Varð snemma róttækur
Hann er af þeirri kynslóð sem löngum hefur verið kennd við árið 1968 og fór með brandi með það að leiðarljósi að bylta þjóðfélaginu. Og hann neitar því ekki að hafa verið róttækur. �?Já, ég var róttækur en fyrst og síðast sem friðarsinni og starfaði ég lengi með Herstöðvarandstæðingum. Árin 1974 og 1975 var ég í framhaldsnámi í Noregi þar sem ég tók fyrir eignarrétt og almannarétt. �?g var í Osló sem þá var mikill pólitískur suðupottur. �?ar var stór hópur íslenskra róttæklinga sem töldu Alþýðubandalagið hægfara í baráttunni. �?arna var líka háð merkileg jafnréttisbarátta undir forystu kvenna sem kölluðu sig Langbrækur og hafði mótandi áhrif á mig og afstöðu mína í dag til kvenmannréttinda. �?g tók fullan þátt í þessu ólgandi félagslífi þar sem okkur var ekkert óviðkomandi í leik, pólitík og starfi. Eins og ég sagði áðan var þetta mikill suðupottur en ég gerðist aldrei flokksbundinn. �?essi tími var ótrúlega skemmtilegur þar sem við Íslendingarnir héldum hópinn svo þétt að norskulærdómurinn varð útundan. �?að voru Íslendingar alls staðar, á búðarkössunum, við húsvörslu og hreingerningar og ótal félög voru virk, til dæmis fótboltafélag og spilaklúbbar.�?

Lögmaður hinna vinnandi
Eftir að heim var komið réði Atli sig til Skattrannsóknardeildar Ríkisskattstjóra og var þar til ársins 1980. �?�?á opnaði ég mína eigin lögmannsstofu og hef frá upphafi starfað mest fyrir stéttarfélög og hinn almenna launamann, svo sem við launamál og skaðabótamál. Sjaldan tók ég að mér mál fyrir atvinnurekendur, fannst það ekki passa að vera báðum megin við borðið.�?
Sem lögmaður segist hann þó hafa tekið að sér ýmis önnur mál, var m.a. saksóknari í stórum og þekktum efnahagsbrotamálum eins og máli �?ýsk-íslenska og Ávöxtunarmálinu sem Íslendingar á miðjum aldri ættu að muna eftir. �?�?g var svo skipaður lögreglustjóri í svonefndu Franklín Steiner máli sem var mjög þekkt og svo hef ég setið í mörgum nefndum, svo sem gjafsóknarnefnd, refsiréttarnefnd og úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla. Einnig verið skipaður setudómari í Félagsdómi og Hæstarétti.�?

Hinn hroðalegi glæpur
�?rátt fyrir að þessi mál séu vel kunn er Atli líklega þekktastur fyrir vinnu sína með þolendum kynferðislegs ofbeldis og þar hefur hann komið fram sem sterkur talsmaður bættrar stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Fyrsta málið sem hann kom að var óvenju hrottalegt og hann segir að það hafi haft mikil áhrif á sig. �?Já, það er rétt að ég hef tekið að mér aðstoða þolendur kynferðisafbrota. Fyrsta málið hafði mikil áhrif á mig og varð ég ekki samur maður á eftir. �?olandinn var kona sem hafði sætt hópnauðgun og tók mál hennar þrjú ár.
�?arna fékk ég að kynnast frá fyrstu hendi afleiðingum og eðli þessara brota sem eru svo skelfileg. �?að er ekki bara að þolandinn sé flak á eftir, öll fjölskylda þolandans lendir í þessum hremmingum, foreldrar, maki, börn, barnabörn, systkini og nánustu vinir. Andlegum afleiðingum er læknisfræðilega jafnað við afleiðingar sem einstaklingar, er lenda í stórslysum, náttúruhamförum eða styrjaldarátökum, upplifa.�?

Viðtalið birtist í heild sinni í Fréttum á morgun.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst