Skýringin á rafmagnselysinu í Vestmannaeyjum klukkan þrjú í gær er bilun í Vestmannaeyjastreng 3 sem liggur að stærstum hluta í sjó og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Mbl. greindi frá þessu og vitnað í tilkynningu frá Landsneti. �?ar segir enn fremur að strax í gærkvöldi hafi bilanaleit hafist og þurfti tímabundið að rjúfa allan rafmagnsflutning til Eyja vegna þess. Vararafstöðvar HS veitna sáu Vestmannaeyjum fyrir rafmagni á meðan.
Fyrstu mælingar benda til að staðsetning bilunar sé í sjó, um miðja vegu milli lands og Eyja. Í dag verður unnið við að staðfesta bilanastað en aðgerðaráætlun fyrir viðgerð er komin af stað.
Vestmannaeyjastrengur 1 sér nú einn um að flytja rafmagn til Eyja.