„Fyrsti veiðidagurinn okkar var 10. janúar og við höfum fengið þetta sjö til níu tonn á dag en aflinn í gær var tuttugu tonn og verður enn meiri í dag. Það er með öðrum orðum bullandi veiði og mætti halda að kominn væri marsmánuður en ekki miður janúar!
Vetrarvertíðin byrjar af meiri krafti nú en ég hef upplifað áður og fiskurinn er bæði fallegur og góður til vinnslu. Það er því hreint ekki yfir neinu að kvarta og vel viðrar líka á okkur. Veðurlagið núna á ekkert sameiginlegt sem við kynntumst á sama tíma í fyrra,“ sagði Kristgeir Arnar Ólafsson, skipstjóri í brúnni á Kap II VE, á veiðum á Breiðafirði í dag (þriðjudag 19. janúar).

Það lá þannig ofurvel á kapteininum á Kap og hann brosti nánast hringinn. Það heyrðist einfaldlega á hljómfallinu í röddinni og þurfti engan myndsíma til að fá stemninguna um borð staðfesta.
„Já, víst er óhætt að segja að þessi vika hafi byrjað með trukki hjá okkur. Breki og Drangavík lönduðu fullfermi á sunnudaginn, Kap II landaði á Grundarfirði í gærkvöld og Brynjólfur landaði í dag og skiptir í framhaldinu yfir á net,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfiskssviðs Vinnslustöðvarinnar.

„Vetrarvertíðin fer mjög vel af stað, einum mánuði fyrr en venjulega. Við erum á fullu við að fletja fisk til söltunar og pökkunar fyrir Portúgalsmarkað og fáum líka afla af Bárði SH eftir landanir á Grundarfirði. Sömuleiðis kaupum við hráefni til vinnslu á fiskmörkuðum.“





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.