�??Seafood Expo Global er stærsta sjávarútvegssýning heims sem haldin er árlega í Brüssel og á næsta ári verður hún haldin í 25 skiptið, segir Björn Matthíasson, rekstrarstjóri About fish, um alþjóðlegu sjávarútvegssýninguna sem lauk fyrir skömmu. Sýninguna sóttu í kringum 26 þúsund gestir frá um 140 löndum. Sýnendur eru um 1800 frá 79 löndum.
�??Vinnslustöðin og About Fish voru með bás á sýningunni þar sem við kynntum okkar starfsemi og þær afurðir sem við höfum upp á að bjóða. �?etta er vettvangur þar sem við ræktum sambönd okkar við núverandi viðskiptavini, ekki síður en að afla nýrra. About Fish, sem er sölufyrirtæki VSV, rekur sex söluskrifstofur víða um heim, á Íslandi, �?ýskalandi, Portúgal, Frakklandi, Rússlandi og Hollandi og er þetta gott tækifæri til að koma saman og bera saman bækur sínar,�?? segir Björn.
Fulltrúar allra About fish, sölu- og markaðsfélaga Vinnslustöðvarinnar voru á sýningunni til að hitta viðskiptavini og plægja akur vegna nýrra viðskipta. �??Sýningin er auðvitað mikilvægt tækifæri fyrir okkur í About fish til að hittast og bera saman bækur okkar. Við miðum við að koma saman tvisvar á ári, allur hópurinn.
Í öðru lagi hittum við hér flesta núverandi viðskiptavini okkar víðs vegar um álfur og það skiptir máli fyrir þá að við séum til staðar og fyrir okkur að rækta samböndin.
Í þriðja lagi kynnumst við alltaf nýju fólki og eygjum nýja möguleika til viðskipta. �?egar Rússar settu á viðskiptabann um árið var sýningin í Brüssel til dæmis upplagður vettvangur til að skyggnast um eftir nýjum mörkuðum fyrir makríl.
Við fengum margt fólk í básinn okkar og nýtt kynningarmyndband, sem Sighvatur Jónsson setti saman í aðdraganda sýningarinnar, gerði sig vel. �?ar og í annarri kynningu VSV hér er því haldið vel á lofti sem við erum að gera í Eyjum, einkum beinum við sjónum manna að nýja uppsjávarfrystihúsinu.
Í kynningarmyndbandinu eru mörg �??skot�?? úr uppsjávarhúsinu og þau gripu auga gesta á gangi um svæðið. �?eir stöldruðu við og úr var oft frekara spjall. Myndbandið vakti því eftirtekt, eins og því var auðvitað ætlað að gera,�?? sagði Björn í viðtali við vsv.is.