Vinstri hreyfingin grænt framboð er klofinn flokkur í Suðurkjördæmi segir Atli Gíslason sem sagði sig úr þingflokki VG í gær. Kjördæmisráð flokksins í Suðurkjördæmi segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Atla Gíslasonar og stjórnar kjördæmisráðsins. Atla sé ekki lengur sætt í umboði kjósenda VG á Suðurlandi.