Við eigum að breyta því sem við getum breytt
4. júní, 2017
Sigurður Áss á borgarafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar 2017.
Einn frummælenda á samgöngufundinum sem haldinn var sl. miðvikudag var Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni, en í ávarpi sínu kom hann til að mynda inn á ýmsar leiðir til að draga úr sandburði, að stækkun hafnargarðanna væri ekki nein endanleg lausn á vandamálinu og að hann vonaðist eftir fjármagni fyrir nauðsynlegar framkvæmdir.
�??�?g ætti kannski að vera orðinn löngur leiður á því að koma hingað upp og þið kannski líka en öll viljum við að þetta fari að ganga snurðulaust fyrir sig,�?? sagði Sigurður Áss í upphafi ávarpsins og vísaði til þess hversu oft hann hafi staðið í þessum sporum. �??Á sínum tíma voru fjórir valkostir skoðaðir eða kannski aðallega þrír og það var valið að fara nýja siglingarleið til Landeyja ásamt nýrri ferju. Eins og þið vitið leit hún ekki dagsins ljós en vonandi kemur hún á næsta ári. �?að voru gerðar miklar og ítarlegar rannsóknir á Landeyjahöfn og mestu sérfræðingar heims á þessu sviði fengnir í samstarf við okkur og unnu töluverða vinnu og niðurstaða þeirra var sú að þetta ætti allt saman að ganga upp. �?að sem helst er til skoðunar þar er sandburðurinn en hann hefur valdið mestu erfiðleikunum. Í þá vinnu var fengin DHI, danska straumfræðistofnunin, sem upphaflega var ríkisstofnun en er nú stofa sem veitir ráðgjöf um allan heim og ef mig minnir rétt þá eru þeir með um 3000 manns í vinnu og útibú um allan heim og eru taldir færastir allra í öldufræði, sandburði, straumfræði og vatnabúskap.
Á þeim tíma sem höfnin var byggð töldu þeir að þeir væri komnir það langt áleiðis að þeir væru komnir með forrit til að reikna sandburð sem þeir voru byrjaðir að keyra og allt leit þetta vel út. �?annig er nú mál með vexti að þótt við getum búið til kjarnorkusprengju, farið til tunglsins og ég veit ekki hvað og hvað, þá eru ekki komnar fram eðlisfræðiskýringar á því hvernig sandurinn hegðar sér. Menn byggja á reynsluformúlum sem er háð mörgum þáttum, þetta er háð botninum, sandinum og ekki síst öldufarinu, öldurhæðinni, -lengdinni og -stefnunni.
Eins og við höfum áður farið yfir þá er suðaustan áttin ríkjandi hérna fyrir utan en við Landeyjahöfn kemur vindurinn úr austri en ölduáttin suðvestri og það er aldan sem flytur sandinn. �?að hefur einnig verið rætt um það að miklar breytingar hafa átt sér stað á ströndinni sem er satt en til langs tíma litið hafa breytingarnar ekki verið svo miklar,�?? segir Sigurður og bendir á graf sem sýnir höfnina og færsluna á tíu metra dýptarlínu. �??Eins og þið sjáið þá er hún að fara fram og til baka en ekkert nær Eyjum ef svo má segja, á síðustu mælingum frá 2012. Sama má segja um prófílmyndirnar af ströndinni [myndir á glæru] en þá er rif gegnum gangandi fyrir utan Bakkafjöru. Ef við skoðum aðeins sandflutninginn þá er hann fyrst og fremst vegna öldu og öldustrauma og það verður til þegar aldan brotnar, annars vegar á rifinu og hins vegar í fjörunni og þegar aldan brotnar þá flyst sandurinn,�?? segir Sigurður og vísar í graf og mynd á glæru.
�??Niðurstaða DHI á sínum tíma var sú að jafnvægisdýpið í hafnarminninu væri fimm metrar og sandflutningur í meðalári svona 1200 þúsund rúmmetrar en að sjálfsögðu breytilegt á milli ára, sum árin góð og önnur þar sem sandflutningur var miklu meiri. Síðan var það líka niðurstaðan að sandurinn var á leiðinni fyrst og fremst austur á briminu en í hafnarminninu ýmist til austurs og vesturs og frekar til vesturs í fjörunni,�?? segir Sigurður og sýnir á grafi að sandflutningur hafi verið meiri síðustu fimm ár en árin þar áður en þó eru töluverðar sveiflur milli ára og áratuga.
Af hverju ekki siglt oftar?
�??Spurningin er hins vegar þessi: Hvers vegna er ekki oftar siglt til Landeyjahafnar? �?að eru tvær megin ástæður fyrir því, það er annars vegar aðstæður fyrir utan höfnina þar sem siglingar eru mjög erfiðar og þegar höfnin var hönnuð þá var hún hönnuð fyrir nýja ferju sem átti að rista minna og eiga auðveldara með siglingar til Landeyja vegna þess að það var vitað að aðstæður voru erfiðar. Djúpristin á Herjólfi eru 4,3 metrar en á nýju ferjunni verður hún 2,8 metrar og það hefur sýnt sig að núverandi Herjólfur er óvenju óheppilegur til siglinga þar sem núverandi Baldur sigldi í síðustu viku í ölduhæð upp á 2,9 metra og gamli Baldur sem var hér áður sigldi alveg upp í 3,3 metra og hefur skipstjórinn þar sagt að það hafi ekki verið neitt vandamál, að skipið réði alveg við þetta.
Hitt málið sem hefur reynst okkur erfitt og að hluta til af sama meiði, það er að áætlanir DHI um sandburðinn hafa ekki reynst réttar, það hefur verið miklu meiri sandburður eins og þið vitið og það hefur komið í ljós að þetta forrit sem menn töldu að réði við að reikna svona sandburð hefur ekki staðist. Danirnir hafa líka lent í þessu á Jótlandi árið 2010 að þessi forrit voru ekki rétt, réðu ekki við verkefnið. �?að er alltaf stöðug þróun í gangi og þau geta gefið okkur vísbendingar en í sumum tilfellum eru þau rétt en í öðrum ekki en menn eru allavega ekki enn komnir á það stig að geta reiknað sandburð. Dýpið í hafnarminninu hefur líka reynst vera þrír metrar en ekki fimm metrar. Að vísu er það smá blekking því ef við skoðum dýpið fyrir utan hafnarminnið, eftir árið 2011, eftir eldgosið þá er það í kringum fimm metra en í minninu sjálfu, á milli garðhausanna þá er það minna og það er fyrst og fremst út af hliðarverkum, þ.e.a.s. þegar sandurinn brotnar á fimm metra dýpinu þá kastar hann sandinum inn í hafnarminnið og að því leytinu til þá eru þessir sandburðarreikningar, þó að þeir séu ekki réttir og þeir eru það alls ekki, það er miklu meiri sandur þarna á ferð en þeir reiknuðu út á sínum tíma, þá leysir það ansi mörg vandamál að hafa fimm metra dýpi, það allavega lítur þannig út,�?? sagði Sigurður og sýndi sandburðinn myndrænt á glæru. �??Í höfninni er það foksandur sem við munum leysa, í rennunni er þetta meira aurburður sem kemst inn í höfnina en við höfum náð tökum á því núna. Svo er það hafnarminnið og rifið og yfir háveturinn er mjög erfitt að dýpka rifið og líka alveg útilokað að dýpka hafnarminnið. Hins vegar teljum við okkur geta leyst það.
DHI voru einnig fengnir til að skoða lausnir og menn hafa verið að leita lausna til að draga úr sandburðinum en það er alltaf stöðug vinna í gangi og ákveðin gerjun hvort við getum komið með lausnir sem draga úr sandburðinum þannig að það verði betra að sigla,�?? sagði Sigurður og vísar í glærur með nokkrum útfærslum sem hafa verið skoðaðar. �??�?arna voru skoðaðar margar útfærslur, miklu fleiri en hér eru sýndar en megin niðurstaðan var sú að breytingarnar gerðu lítið gagn. �?að hefur líka verið rætt um að lengja garðana eins og þið kannist flest við og það væri mjög flott lausn ef botninn væri óbreyttur. Ef við gætum gengið að því vísu að hann myndi ekki breytast þá myndi það duga að lengja garðana en vandamálið er það að sandurinn kemur þarna samt sem áður og þarf að komast framhjá höfninni, drifkrafturinn sem ýtir sandinum til austurs eða vesturs, hann er þarna til staðar áfram. �?etta eru flutningar upp á 1,2 milljón rúmmetra og líklega nær 1,6 milljónum rúmmetra í meðalári og sum ár fer þetta í 3 milljónir rúmmetra og eina sem sandurinn myndi gera væri að setjast fyrir utan höfnina og botninn þar yrði bara nákvæmlega eins og núna eftir eitt til tvö ár þrátt fyrir að garðarnir væru utar. Sandurinn þarf að komast áfram og þetta er besta leiðin fyrir hann. �?egar höfnin var hönnuð átti hún að hafa sem minnst áhrif á umhverfið, þ.e.a.s. á botninn og það hefur alveg gengið eftir. En aðstæður þarna eru mjög erfiðar og líklega mun erfiðari en við gerðum ráð fyrir.
Við höfum verið með dýpkunarskip og hafa þau öll verið komin til ára sinna en það yngsta er tæplega 40 ára gamalt. �?að hefur reynst okkur erfitt að fá aðila með betri dýpkunarskip til að bjóða í verkið og það eru reyndar ekki mörg skip sem myndu henta í þetta en skipið sem við erum með í dag er þó töluvert afkastameira en við vorum með áður,�?? segir Sigurður og minnist á nokkrar lausnir sem komið hafa til umræðu. �??Við höfum skoðaða plóg, dælu, botnfastan dælubúnað, neðansjávarbeltavélar, upphækkanlegar gröfur og við höfum meira að segja farið út í rannsóknir á botndælubúnaði.
Kranar á garðhausum með dælubúnaði vænlegasti kosturinn
Eftir allar þessar ítarlegu rannsóknir og útreikninga ætlum við að leggja til að koma upp krönum á garðhausana og dælubúnaði og síðan lagnir upp í garðinn. Til að byrja með þyrftum við að dæla út fyrir garðinn sem er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn en til framtíðar er hugmyndin sú að dæla austur á ósa Markarfljóts. Eftir að hafa farið í gegnum þetta með framleiðendum þá er það mat aðila að við gætum dælt upp í þriggja metra ölduhæð og ef við þurfum bara að dæla niður í fimm metra dýpi, sem virðist vera, þá ætti þetta að vera vel viðráðanlegt með þessum búnaði.
Annað vandamál sem ég hef lítið minnst á eru hreyfingar innan hafnar en það er eitt af því sem verður að draga úr. �?að hefur verið gert í okkar vatnslíkani og er þeirri vinnu að mestu lokið og það sem við höfum verið að skoða er aðallega þrennt: loka endanum á bryggjunni, setja tunnur á innri garðana og þrengja þannig opið og svo að víkka aðeins innri höfnina. �?að er nú þannig að aðalástæðan fyrir hreyfingum innan hafnarinnar er að upphaflega átti hafnarminnið að vera 70 metrar en er 90 metrar og innri höfnin átti að vera 50 metrar en er 70 metrar sem veldur því að inni í höfninni er meiri ókyrrð. �?essu var fyrst og fremst breytt út af þeirri ákvörðun að hætt var við smíði á nýrri ferju og ákveðið að halda áfram að nota Herjólf. Að mínu mati var þetta einum of þröngt í upphafi fyrir ferjuna þannig að það hefði ekki verið skynsamlegt að hafa opið svona þröngt enda breytt í samvinnu við skipstjóra.
Munum bara það að við eigum að breyta því sem við getum breytt
Síðan er það næsta stóra, getum við breytt einhverju fyrir utan höfnina. Við höfum farið yfir málin með mörgum ráðgjöfum og leggja allir til að farið sé varlega í þeim efnum vegna þess að við höfum ekki tæki og tól til að leggja mat á það og eins og ég sagði áðan að þó við förum með garðana utar, þá erum við ekki að breyta aðstæðum, skipið er að lenda í erfiðleikum fyrir utan höfnina en þegar við erum komin innan hafnarinnar þá er ekkert vandamál svo fremi sem dýpi er nóg og það er ekki neinn vafi á því að við munum ná tökum á samgöngum en það er að vísu einn fyrirvari á því, því dýpkun á rifinu verður alltaf erfið yfir háveturinn og flest allar rannsóknir benda til þess að dýpi þar verði aldrei mikið minna heldur en 5 metrar. �?að er þess vegna bara sandburðurinn í hafnarminninu og innan hafnar sem við þurfum að horfa á og með þessum búnaði sem ég var að kynna þá held ég að við munum ná tökum á því. �?ó við séum stöðugt að athuga hvað við getum gert fyrir utan höfnina þá getur maður ekki sagt að það muni breytast og þar sem við getum náð mestum árangri er með nýrri dælu. �?g vonast til þess að þessar tillögur um dýpkun í hafnarminninu fái hljómgrunn og við munum fá fjármagn til þess að ráðast í þær. Munum bara það að við eigum að breyta því sem við getum breytt en ekki fara fram úr okkur,�?? sagði Sigurður að lokum.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.