Ár eftir ár eru niðurstöður á samræmdum könnunarprófum í Vestmannaeyjum vonbrigði og of oft undir landsmeðaltali. �?að gefur til kynna að hér þurfi að staldra við og skoða hvað sé til ráða og legg ég til að við öll, sem hér búum, tökum þátt í því. Markmiðið er að árangur á samræmdum könnunarprófum í GRV fari upp fyrir landsmeðaltal, alltaf, í öllum könnunum!
Samfélagið. Við vitum að það þarf heilt samfélag til að ala upp barn. Samfélagið allt verður að standa saman og styðja börnin til betri árangurs. Gleymum ekki að við Vestmannaeyingar erum ein fjölskylda og við viljum standa saman, búa í fyrirmyndarsamfélagi, ná sem bestum árangri og vera stolt af.
Fræðsluyfirvöld þurfa að skoða hvernig búið er að skólum og stofnunum sem þjónusta börnin í byggðarlaginu. Spyrja þarf hvernig hægt sé að bæta aðbúnað og utanumhald þannig að hvert barn megi njóta sín til fulls. Hvernig geta fræðsluyfirvöld stutt við starfsmenn skólanna í þeirra störfum og við forráðamenn þannig að þeir geti staðið sem best að stuðningi við börnin?
Skólinn. Í skólanum er unnið mikið og öflugt starf. Nemendum líður flestum vel. Umgengnin er góð, starfsfólk vel menntað og reynslumikið. Að mínu mati þarf að skoða hvað verið er að gera í skólunum sem leiðir til árangurs? Hvað er ekki að gagnast? Hverju þarf að breyta og hvaða vinnubrögð viljum við sjá áfram?
Kennarar eru lykilaðilar í skólunum. �?eir verða að líta í eigin barm og skoða hvað er að gerast í skólastofunum? �?eir þurfa að líta til þátta sem eru taldir mikilvægastir fyrir árangursríkt skólastarf og spyrja hvort vinnubrögð og áherslur séu í samræmi við þá.
Forráðamenn nemenda eru lykilmenn í öllu sem viðkemur barninu, tengslum þess við skólann og kennarana. �?g fullyrði að jákvæðir foreldrar, sem sýna skólastarfinu virðingu, hafa afgerandi áhrif á væntingar nemenda og afstöðu þeirra til náms.
Nemendur. Hlutverk nemenda er fyrst og fremst að leggja sig fram til hins ítrasta, gera alltaf sitt besta og vera góðir félagar. �?eir eiga að gera kröfur á að kennslan sé hnitmiðuð og að tími þeirra nýtist til fulls í skólanum. Jafnframt eiga þeir kröfu á að foreldrar þeirra sýni þeim aðhald og hafi til þeirra væntingar um árangur og góða hegðun.
Við eigum að setja markið hátt. Við viljum sjá meðalárangur á samræmdum könnunarprófum ofan við landsmeðaltal, alltaf. Væntingar um góðan árangur barnanna okkar eiga að vera miklar því ég fullyrði að þau eru á engan hátt eftirbátar jafnaldra sem búa annars staðar á landinu.
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi