Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur í dag skólasetning verður með öðrum hætti í ár og mæta nemendur án foreldra/forráðamanna til setningar. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri segir að tilhlökkun leyni sér ekki í skólanum. „Við erum farin að hlakka til að hefja skólahald á ný og að hitta nemendur. Starfsfólk skólans stóð sig virkilega vel síðasta vor í skrýtnum aðstæðum. Við erum viðbúin og reynslunni ríkari og tilbúin í nýtt skólaár með þeim áskorunum sem því fylgja.“
Skólasetning er sem hér segir:
2.- 4. bekkur kl. 9:00 í sal Hamarsskóla.
5. og 6. bekkur kl. 10:00 í sal Barnaskóla.
7. og 8. bekkur kl. 10:30 í sal Barnaskóla.
9. og 10. bekkur kl. 11:00 í sal Barnaskóla.
Skóli hefst svo samkvæmt stundatöflu hjá 2. – 10. bekk á morgun miðvikudag.
Anna Rós segir að það sem nemendur þurfa að hugsa um núna er það sama og áður, vera tilbúin í skólaárið og leggja sig fram við þau verkefni sem framundan eru. „Við munum haga sóttvörnum eins og við gerðum í vor og ítrekum enn og aftur handþvott og spritt, bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
Nánar er rætt við Önnu Rós í næsta tölublaði Eyjafrétta sem kemur út á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst