Við erum við alltaf litla liðið í þess­ari keppni
Sandra Erl­ings­dótt­ir og Ragn­hild­ur Edda Þórðardótt­ir. Þær báðar í U20 ára landsliðinu í hand­knatt­leik

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­knatt­leik, skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri, er komið áfram í 16-liða úr­slit heims­meist­ara­móts­ins sem nú fer fram í Debr­ecen í Ung­verjalandi. Þær höfðu betur í gær gegn Síle 23:22, í lokaum­ferð riðlakeppn­inn­ar á heims­meist­ara­mót­inu. Sandra Erlingsdóttir leikmaður ÍBV skorði sex mörk í leiknum í gær.

Ísland endaði í þriðja sæti B-riðils og mæt­ir Nor­egi í 16-liða úr­slit­um keppn­inn­ar á morg­un klukk­an 16:30 að ís­lensk­um tíma.

„Það leggst mjög vel í mig að mæta Nor­egi í 16-liða úr­slit­un­um. Eft­ir að hafa séð loka­leik­inn hjá Nor­egi og Ung­verjalandi í A-riðli þá er ég hálf­feg­in að þurfa ekki að mæta Ung­verjalandi. Ég tel okk­ur eiga góða mögu­leika gegn norska liðinu en þetta verður engu að síður mjög erfitt verk­efni,“ sagði Hrafn­hild­ur Ósk Skúla­dótt­ir, ann­ar þjálf­ari liðsins, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­dag. „Ef við klár­um okk­ar leik gegn Nor­egi mæt­um við að öll­um lík­ind­um Frökk­um í átta liða úr­slit­um. Sama hvaða mót­herja við fáum, þá erum við alltaf litla liðið í þess­ari keppni, hér eft­ir. All­ir hérna úti bú­ast við því að við séum að fara að tapa fyr­ir Nor­egi þannig að við höf­um allt að vinna í keppn­inni og engu að tapa.“

Nýjustu fréttir

Hárígræðslur í Tyrklandi 
Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.