Guðbjörg Sól Sindradóttir fermist 20. maí í Landakirkju. Hún veit alveg hvað hún vill þegar kemur að fermingardeginum og veislunni sjálfri sem haldin verður í Akóges sama dag. En henni til halds og trausts eru móðir hennar Fríða Hrönn Halldórsdóttir og stjúpmamma Ragnheiður Borgþórsdóttir. Blaðamaður hitti mæðgurnar í liðinni viku.
Aðspurðar um hvernig þær sjá fermingardaginn fyrir sér, vonast þær eftir dásamlegum degi þar sem fermingarbarnið fær að njóta sín í botn með fjölskyldu og vinum. �??Við viljum hafa daginn skemmtilegan og njóta þess að vera saman,�?? sagði Fríða Hrönn. �??Já, þetta verður dásamlegur dagur hjá okkur, þetta er alltaf stór dagur í lífi hverrar fjölskyldu,�?? sagði Ragnheiður.
Viðtalið í heild má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.