Hermann Hreiðarsson skrifaði undir tveggja ára samning hjá ÍBV-íþróttafélagi en Hermann mun stýra karlaliði félagsins í knattspyrnu. Hermann þarf varla að kynna fyrir Eyjamönnum, enda einn farsælasti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, lék um 15 ár í atvinnumennsku, eftir að hafa leikið með ÍBV alla sína tíð og var um tíma landsliðsfyrirliði.