Viðvaranir um land allt
2. febrúar, 2025
Vidvaranir 020225
Skjáskot/vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir alla landshluta. Ýmist appelsínugular eða gular. Appelsínugul viðvörun: Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra.

Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Suðausturland, Miðhálendi, Allt landið og Strandir og norðurland vestra

Á Suðurlandi er gert ráð fyrir vestan hríð (Gult ástand). Gildir fyrri viðvörunin þar frá morgundeginum, 3 feb. kl. 15:00 – 21:00. Vestan 15-23 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Allt Ísland

Sunnan illviðri (Gult ástand). 5 feb. kl. 18:00 – 6 feb. kl. 14:00.  Sunnan 20-30 m/s (stormur, rok eða ofsaveður). Hlýtt um allt land og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Raskanir á samgöngum líklegar. Útlit fyrir vatnavexti. Líkur á staðbundnu foktjóni.

Veðurhorfur á landinu

Gengur í austan 10-18 m/s í kvöld og nótt með snjókomu eða rigningu um tíma víða um land. Hiti um og yfir frostmarki.

Sunnan 18-28 austanlands á morgun, annars breytileg átt 10-20. Rigning eða slydda og hiti 2 til 8 stig, en snjókoma norðvestantil.
Gengur í vestan 20-30 seint um daginn og kólnar með snjókomu eða éljum, en styttir upp á austanverðu landinu. Hvassast í vindstrengjum norðanlands. Dregur úr vindi sunnan heiða annað kvöld.
Spá gerð: 02.02.2025 18:16. Gildir til: 04.02.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðvestan 10-18 m/s og éljagangur, en bjart að mestu um landið norðaustanvert. Vægt frost. Bætir heldur í vind um kvöldið.

Á miðvikudag:
Suðvestan 13-20 og él, en áfram þurrt norðaustanlands. Hvessir seinnipartinn og hlýnar með rigningu eða slyddu, víða sunnan 20-28 m/s (stormur eða rok) um kvöldið.

Á fimmtudag:
Sunnan 23-30 m/s (rok eða ofsaveður) um morguninn og talsverð rigning. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast í hnúkaþey á norðaustanverðu landinu. Snýst í suðvestan 10-18 eftir hádegi með éljum og kólnandi veðri, fyrst vestast á landinu.

Á föstudag:
Sunnan og suðvestan 10-18 og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Vægt frost.

Á laugardag:
Vaxandi sunnanátt með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri. Áfram þurrt norðaustantil.
Spá gerð: 02.02.2025 08:40. Gildir til: 09.02.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Á morgun mun miðja mjög djúprar lægðar fara yfir landið með óveðri víða um land. Vindur snýst rangsælis kringum lægðir og því mun blása af mismunandi styrk og stefnu á mismunandi tímum. Úrkoman sem fylgir lægðinni verður líka ýmist rigning, slydda eða snjókoma, svo það er margbreytilegt veður í vændum.

Ef við gerum tilraun til að lýsa veðrinu á morgun í stuttu máli, þá er það þannig að fyrripartinn er veðrinu í grófum dráttum tvískipt. Þá er á austurhelmingi landsins sunnan stormur með rigningu og hlýindum. Á vestanverðu landinu er spáð hægari norðlægri átt með slyddu eða snjókomu og svalara veðri. Seinnipartinn á morgun verður miðja lægðarinnar komin að norðurströndinni og þá snýst í vestanátt sem verður sterk, ýmist stormur, rok eða ofsaveður, hvassast í vindstrengjum norðanlands. Það kólnar með vestanáttinni og víða útlit fyrir snjókomu eða él, en syttir upp austantil á landinu. Veðrið gengur síðan niður sunnanlands annað kvöld og aðra nótt norðantil.

Á þriðjudag og fram eftir miðvikudegi er veðurútlitið einfaldara. Þá er spáð allhvassri suðvestanátt með éljum, en þurrt á norðaustanverðu landinu. Vægt frost.

Spár gera síðan ráð fyrir að á miðvikudagskvöld og alveg fram á fimmtudag verði hvassasta veðrið í yfirstandandi óveðrakafla. Þá er útlit fyrir sunnan rok eða ofsaveður á öllu landinu með rigningu og hlýindum, jafnvel úrhelli sunnan- og vestanlands. Nú þegar hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þessa veðurs, en ef spáin helst lítið breytt, þá mun viðvörunarstigið hækka þegar nær dregur og líkurnar aukast á að spáin gangi eftir, sbr. áhættumatsfylgi sem fylgir viðvöruninni.
Spá gerð: 02.02.2025 16:34. Gildir til: 03.02.2025 00:00.

Veður.is

Ábending frá Herjólfi: Vegna siglinga næstu daga

„Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur seinni partinn á morgun mánudag að veður-og sjóspá gefur til kynna að aðstæður til siglingar eru ekki hagstæðar. Hvetjum við því farþega til þess að ferðast fyrr enn seinna ef þeir hafa tök á og þurfa að komast til/frá meginlandinu. Sama á við um miðvikudag og fimmtudag eins og staðan er núna. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir.  Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt,” segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst