Viðvörun til farþega Herjólfs næstu daga
7. september, 2015
,,Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar á að ölduspá gerir ráð fyrir hækkandi öldu næstu daga,” segir í tilkynningu sem Herjólfur hefur sent frá sér en tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.
Stefnt er að því að sigla fulla áætlun til Landeyjahafnar en í ljósi ölduspáar gæti þurft að fella niður og/eða færa ferð/ferðir til �?orlákshafnar. Nánar um það síðar ef til þess kemur.
Ef gera þarf breytingu á áætlun munum við senda út tilkynningu, að öðrum kosti munum við sigla samkvæmt áætlun.
Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu herjólfs og síðu 415 í Textavarpi RUV.


Minnum farþega á að þeir sem eiga bókað í ferðir frá Vestmannaeyjum kl.08:30 og 18:30 og frá Landeyjahöfn kl. 12:30 og 19:45 færast sjálfkrafa í ferðir í �?orlákshöfn ef Herjólfur siglir þangað.
Nánari upplýsingar í síma 481-2800.
�?lduspá fyrir Landeyjahöfn:
Veðurspá:
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst