Handboltakappinn efnilegi í ÍBV, Vignir Stefánsson hefur verið valinn í 18 manna hóp U-21 árs landslið Íslands. Liðið mun leika þrjá vináttulandsleiki í desember en Vignir hefur undanfarin misseri æft með liðinu. Allir leikirnir eru gegn Noregi og fara fram 18.-20. desember. Noregsleikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM í byrjun janúar.