Nú í kvöld fór fram árlegt vetrarlokahóf ÍBV-íþróttafélags en þar fagna m.a. handboltafólk félagsins árangri vetrarins. Hápunktur kvöldsins er einmitt verðlaunaafhending fyrir veturinn en þau Vignir Stefánsson og Guðbjörg Guðmannsdóttir voru valin best hjá karla- og kvennaliði ÍBV og kemur valið ekki á óvart enda stóðu þau sig mjög vel í vetur. Þá fengu þau Berglind Dúna Sigurðardóttir og Theodór Sigubjörnsson Fréttabikarana, sem vikublaðið Fréttir veitir ungu og efnilegu íþróttafólki.