Víkingur sigraði ÍBV 1-0 í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Víkinni í virkilega mikilvægum leik fyrir bæði lið.
Fyrri hálfleikur var ákaflega bragðdaufur og ekkert markvert gerðist, hættulegasta færið áttu Víkingar eftir aukaspyrnu en Abel varði vel í marki ÍBV. Staðan var markalaus í hálfleik.
Í síðari hálfleiku var sama uppi á teningnum, liðin skiptust á að reyna að sækja og allt leit út fyrir að liðin myndu skilja jöfn. Heimamenn náðu tryggja sér sigurinn í uppbótartíma þegar Andri Rúnar Bjarnason setti boltann í netið.