Víkingur náði í stigin þrjú
25. ágúst, 2015
Vík­ing­ur sigraði ÍBV 1-0 í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Víkinni í virkilega mikilvægum leik fyrir bæði lið.
Fyrri hálfleik­ur var ákaf­lega bragðdauf­ur og ekkert markvert gerðist, hættulegasta færið áttu Víkingar eftir aukaspyrnu en Abel varði vel í marki ÍBV. Staðan var markalaus í hálfleik.
Í síðari hálfleik­u var sama uppi á teningnum, liðin skipt­ust á að reyna að sækja og allt leit út fyr­ir að liðin myndu skilja jöfn. Heima­menn náðu tryggja sér sig­ur­inn í upp­bót­artíma þegar Andri Rún­ar Bjarna­son setti boltann í netið.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst