Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ætlar að heimsækja Vestmannaeyinga á morgunn, laugardag. �?að eru ýmis málefni sem brenna á Eyjamönnum þessa dagana og verða þau öll til umræðu, að sjálfsögðu verður heitt á könnunni og eitthvað létt meðlæti. Fundurinn verður í Ásgarði og hefst klukkan 12:15.