Vilja auðvelda sykursjúkum að meðhöndla blóðsykurinn
31. október, 2015
Kominn er skriður á samstarf íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Medilync og Landspítalans. Nýlega var gerður samstarfssamningur um prófanir á lausn fyrirtækisins fyrir sykursjúka sem á að auðvelda þeim daglegt líf og hjálpa þeim að meðhöndla blóðsykurinn betur til lengri tíma.
�?etta kemur fram á vef Landspítalans, landspitali.is en Medilync, sem er í eigu Eyjamannanna Sigurjóns Lýðssonar og Jóhanns Sigurðar �?órarinssonar og þeirra Guðmundar Jóns Halldórssonar og Chris McClure, hefur undanfarin ár unnið að hönnun tækis sem safnar saman upplýsingum um lyfjagjöf sykursjúkra. Tækið mælir blóðsykurinn, gefur insúlín og safnar svo saman upplýsingum um mælingarnar og gjafirnar. �?eir sem nota tækið geta svo nálgast sínar upplýsingar í gegnum vefgátt og veitt öðrum aðgang að þeim svo sem lækni.
Á samstarfstímanum verður fylgst með líðan sjúklinga en í vefgáttinni er að finna sjálfvirkt reiknirit sem greinir breytingar og gefur þannig kost á inngripi áður en til innlagnar kemur sökum sjúkdómsins. Með þessum hætti verður yfirsýn yfir líðan sjúklinga utan hefðbundinna heimsókna á göngudeild sykursjúkra mun betri. Á landspitali.is segir að við undirritun samningsins hafi Rafn Benediktsson, yfirlæknir á innkirtlasviði Landspítala, sagt: �??Fólk sem er með insúlínháða sykursýki, þarf að leggja mikið á sig til að ná góðum tökum á sjúkdómnum. Í því felast tíðar blóðsykurmælingar og dagbókarfærslur sem þarf svo að meta í samhengi við mataræði og hreyfingu. Allar tækninýjungar sem gera þetta ferli einfaldara og skilvirkara eru vel þegnar. Samstarf okkar og Medilync felst í ábendingum um hvað er gagnlegt í þessu tilliti en gefi sjúklingar leyfi gefst þeim kostur á að vera með í þróunarferlinu frá upphafi.�??
�??�?etta samstarf mun hjálpa okkur að gera lausnina enn betri og skilvirkari fyrir þá sem glíma við sykursýki dag frá degi. Við þróun á lækningatæki er gríðarlega mikilvægt að framkvæma allar nauðsynlegar prófanir í samvinnu við fagaðila og því fögnum við samstarfinu við Rafn og hans sérfræðinga á innkirtlasviðinu. Við höfum þegar fengið góðar ábendingar sem gera lausnina okkar ennþá betri,�?? sagði Sigurjón Lýðsson, framkvæmdastjóri Medilync.
Medilync er er sprotafyrirtæki á heilbrigðissviði sem er að hanna og þróa nýja tegund af tæki (Insulync) og hugbúnaði til að gera meðhöndlun á sykursýki meðfærilegri fyrir sjúklingana. Hjá fyrirtækinu starfa fjórir sérfræðingar á sviði tölvunarfræði og lýðheilsu ásamt verktökum á sviði rafmagnsverkfræði. Helstu samstarfsaðilar Medilync eru Aga matrix, Microsoft, Intel, VIZ og PI temp.
Greinin birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst