Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem haldinn var á fimmtudaginn var samþykkt ályktun um samgöngumál. Var ályktunin samþykkt samhljóða, en Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar og rekstrarstjóri Herjólfs vék af fundi á meðan málið var rætt.
„Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir miklum vonbrigðum með að enn skuli ekki vera hægt að tryggja eðlilegar samöngur við Vestmannaeyjar allt árið. Landeyjahöfn er þjóðvegurinn til Vestmannaeyja og siglingar í Þorlákshöfn jafnast í besta falli á við hjáleið um lengri og erfiðari veg.