Á stjórnarfundi Náttúrstofu Suðurlands sem haldinn var í vikunni, koma fram áhyggjur af fjárhagsstöðu stofunnar. Fram kemur að tekjur stofunnar á næsta ári verða kr. 19.500.000, launakostnaður er áætlaður kr 18.755.000 svo ljóst er að lítið fjármagn er eftir til reksturs stofunnar ef ekki koma til meiri tekjur. Stjórnin hvetur starfsmenn til að skoða alla möguleika á styrkjum og aukin verkefni sem greitt er sérstaklega fyrir til að bæta rekstrarstöðuna fyrir árið 2013, að öðrum kosti liggur fyrir að endurskipuleggja þarf rekstur
stofunnar í heild sinni.