Eins og fram kom á Eyjafréttum.is í síðustu viku, býður Guðrún Erlingsdóttir, fyrrum varaþingmaður sig fram í 2. til 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Guðrún er búsett í Vestmannaeyjum og tók sæti á Alþingi haustið 2009 en í fréttatilkynningu frá henni kemur fram að hún leggi áherslu á réttlátt þjóðfélag, þar sem raunverulegur jöfnuður ríkir. Þar sem náttúruauðlindir, sameign þjóðarinnar eru nýttar af skynsemi og virðingu. Tilkynninguna má lesa í heild sinni að neðan.