Síminn hefur í sumar sýnt auglýsingar þar sem popparinn hressi, Vilhelm Anton Jónsson eða Villi naglbítur segir frá sögu og staðháttum Eyjanna. Villi fer reyndar nokkuð frjálslega með staðreyndir en myndböndin eru engu að síður nokkuð skemmtileg. „Það er nú bara þannig, ef maður vill gera eitthvað vel, þá er eins gott að fá Vestmannaeying í verkið,“ segir Villi meðal annars. Myndböndin má sjá hér að neðan.