Lundinn Tóti virtist mjög ánægður að fá fjölda gesta í heimsókn á Fiskasafnið á þrettándanum, enda búið að vera rólegt hjá honum yfir jólin og aðventuna. �?essar stelpur voru meðal gesta og eru þær góðar vinkonur Tóta. �?ær voru í hóp þeirra krakka sem komu nánast daglega að heimsækja hann fyrstu vikurnar hans á safninu.
Tóti var líklega um viku gamall þegar komið var með hann á safnið og var þá bara pínulítill dúnhnoðri. �?etta var í lok ágúst og hann því alltof seint á ferðinni. Nokkrir krakkar höfðu áhyggjur af litla krílinu og komu nánast daglega á safnið eftir skóla til að heimsækja hann. �?au fengu að halda á honum í smá tíma og þegar dúnninn var horfinn fóru þau með hann í snertibúrið og leyfðu honum að synda. �?að er líklega að hluta til þessum krökkum að þakka hvað Tóti er mannelskur.