Vinnsla um Þjóðhátíðarhelgi í fyrsta sinn í áratugi
31. júlí, 2020

Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar fékk áletraða, skreytta og ljúffenga köku með morgunkaffinu í dag. Á henni stóð: Takk fyrir mig. Það er heiti Þjóðhátíðarlagsins 2020 eftir Ingó Veðurguð. Lagið er gott og grípandi, gefið út þótt engin sé samkoman í Herjólfsdal.

Starfsfólkið smakkaði þannig á Þjóðhátíð í orðsins fyllstu merkingu og verður að láta duga í ár að borða kökuna og hlusta á lag Veðurguðsins.

Í fyrramálið, laugardag 1. ágúst kl. 7:30, verður blásið til vinnu í uppsjávarvinnslunni þegar Ísleifur VE kemur úr Smugunni með þúsund tonn af makríl. Von er á Kap VE í framhaldinu og enn meiri vinnu.

Þjóðhátíðargleðin hefur gengið fyrir vinnu um þessa helgi undanfarin ár og áratugi. Unnið er í botnfiskvinnslunni í dag, föstudag, eins og venjulega, og svo verður sem sagt tekið til við makrílinn í fyrramálið.

Engin dæmi eru um vinnu í VSV á laugardegi um Þjóðhátíðarhelgi það sem af er 21. öldinn. Reyndar hefur ekki tekist að finna nógu langminnuga menn sem geta sagt hvenær slíkt hafi yfirleitt gerst síðast í fyrirtækinu.

Ekkert hráefni hefur verið til að vinna úr í uppsjávarhúsinu frá því á laugardaginn var. Þá var lokið við að vinna makríl sem veiddist í íslenskri lögsögu en skipin fóru þá norður í Smugu til veiða.

Hertar smitvarnir í VSV

Bakslagið hérlendis í baráttunni við COVID-veiruna skæðu hefur strax áhrif á starfsemi Vinnslustöðvarinnar og tilteknar ráðstafanir eru gerðar af því tilefni. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs, er sem fyrr í forystu teymis í VSV sem stýrir smitvarnaaðgerðum í fyrirtækinu:

„Starfsemin í Vinnslustöðinni er umfangsminni en var í vetur og margir í sumarfríi núna. Við kynntum starfsfólki strax að stjórnvöld landsins hefðu ákveðið að banna fleirum en 100 manns að koma saman og að tveggja metra fjarlægðarreglan væri orðin skylda á nýjan leik.

Erlendir starfsmenn sem koma að utan úr fríi verða að gangast undir smitpróf í heilsugæslunni hér og bíða eftir neikvæðri niðurstöðu áður en þeir koma til starfa.

Við höfum ekki sett á dagskrá að taka upp hópaskiptingu á vinnusvæðum eins og í vetur. Hins vegar er ákveðið að starfsmenn á vakt komi ekki til vinnu á sama tíma til að vera ekki margir í einu í fataskiptarýmum. Álagi í kaffistofu verður dreift líka af sömu ástæðum.

Við bjóðum þeim að nota andlitsgrímur sem vilja  en höfum sett þá reglu að iðnaðarmenn, sem fara milli deilda í fyrirtækja vinnu sinnar vegna við viðgerðir og viðhald, skuli bera grímur.

Aðalatriðið er að herða á smitvörnum hjá starfsfólkinu sjálfu og í fyrirtækinu yfirleitt. Þvo sér vel, spritta hendur, halda sig heima ef veikindaeinkenni af einhverju tagi gera vart við sig, láta þá vita af sér símleiðis og leita eftir að láta taka sýni til að rannsaka.

Við þurfum einfaldlega að rifja upp hvað við gerðum í vetur og tileinka okkur á nýjan leik umgengnisreglur og hugarfar sem virka vel og skila árangri.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst