Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.080 milljónir króna. Er það mikil breyting frá í fyrra þegar hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 63 milljónum króna. Heildartekjur félagsins voru 4.556 milljónir króna, örlitlu minna en á sama tímabili í fyrra. Tekjur fiskvinnslu jukust um 7,6% á meðan tekjur útgerðar jukust um tæplega 9,0%. Rekstrargjöld hækkuðu um liðlega 12,4%.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst