Vinnum ekki eftir boðum og bönnum
22. desember, 2014
Að gefnu tilefni, vegna síendurtekinna skrifa á samfélagsmiðlum, er rétt að geta þess að það er alfarið í höndum stjórnenda �?jónustumiðstöðvar hvernig snjóruðningi og hálkuvörnum á vegum bæjarins er háttað. �?ar kemur enginn annar að með boðum og bönnum um yfirvinnu, eins og sumir hafa fullyrt. Skipulagning og framkvæmd er í höndum bæjarverkstjóra. Um helgina var færðin slæm, sérstaklega í asahlákunni, það fossaði niður götur, með þeim afleiðingum að halda varð niðurföllum í gatnakerfinu opnum, sem tókst og því ekki vitað um tjón vegna flóða. Annað sem gerði erfitt fyrir var að allt salt sem og sandur sem dreift var á gatnakerfið flaut jafnóðum í burtu. Tæki voru send út til að gera tilraun við að vinna á klakanum og verður að segjast eins og er að árangur af því var lítill. Starfsemi �?jónustumiðstöðvar var fullnýtt til hálku- og flóðavarna á sama tíma og menn sáu ástæðu til að hnýta í bæjaryfirvöld um að ekkert væri að gert. Hafi það farið framhjá einhverjum má upplýsa að hér var ekki um neitt sér vestmannaeyskt ástand að ræða, heilu hverfin í öðrum bæjarfélögum voru ófær og einangruð á sama tíma. Við erum ekkert fullkomnari en aðrir, þó sumir hafi mikla trú á að svo sé. Núna er verið að salta um allan bæ og veit ég að það kætir alla. Bið alla um að fara varlega bæði gangandi sem akandi. �?ska ykkur gleðilegra jóla og friðar á komandi árum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst