Saga Huld Helgadóttir fluttist út til Svíþjóðar haustið 2014 til að fara í meistaranám við háskólann Chalmers í Gautaborg eftir að hafa klárað BS- gráðu í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Saga, sem er 26 ára í dag, bjó ásamt fjölskyldu sinni um stutt skeið í frumbernsku í bænum Uppsala í Svíþjóð og hafði því lengi blundað í henni að snúa þangað aftur í framhaldsnám. Að loknu meistaranámi stóð Saga frammi fyrir þeirri ákvörðun að flytja aftur til Íslands eða freista gæfunnar og sækja um í doktorsnámi í Gautaborg sem hún á endanum gerði. �?að er skemmst frá því að segja að umsóknin bar árangur og mun Saga því verja næstu fjórum til fimm árum í að vinna að verkefni tengdum bakteríusýkingum ásamt teymi sínu í skólanum.
Ef við byrjum kannski á byrjuninni. Hvað hét meistaranámið og um hvað fjallaði lokaverkefnið þitt? �??Prógrammið heitir �??Applied Physics�?? og er það �??applied�?? í þeim skilningi að maður notar eðlisfræðina á aðrar greinar, til dæmis líffræði eins og ég gerði. Meistaraverkefnið mitt fjallaði síðan um svo kallað kalt plasma og möguleika þess sem ný aðferð gegn bakteríu-sýkingum þar sem bakteríur eru farnar að þróa með sér viðnám (e. antibiotic resistance) gegn venjulegum sýklalyfjum,�?? segir Saga.
Hvað er kalt plasma? �??�?ll höfum við heyrt um þrenns konar ástand efnis, það er fast efni, vökvi og gas. En fjórða ástandið er í rauninni plasma, og er 99% alheimsins í því ástandi. Ástæðan fyrir því að við heyrum ekki mikið um plasma er af því að á jörðinni er efni ekki mikið í því ástandi, en dæmi um plasma eru norðurljósin og eldingar. �?egar orka (breytist í hita sem er mælieining á hreyfiorku agna) er sett í kerfi breytir efni um ástand. Við bræðslumark efnis verður fast efni vökvi og við suðumark efnis verður vökvinn að gasi. En ef ennþá meiri orka er sett í kerfið þá hitnar efnið enn meir og agnirnar hafa svo mikla hreyfiorku að þegar þær rekast saman þá losna rafeinir (- hlaðnar) frá ögnunum sem kallast þá jónir (+ hlaðnar). Og úr verður svokallað jónað gas, öðru nafni plasma. Plasma er oftast mörg hundruð eða þúsund gráðu heitt, en á undanförnum árum hefur verið þróuð tækni sem gerir því kleift að búa til plasma við stofuhita sem er þá kallað kalt plasma. Virkni plasma í læknisfræðilegum tilgangi hefur ekki verið staðfest til fulls en líklegast er það vegna svokallaðra hvarfgjarna súrefnis- og nitursameinda (e. reactive oxygen and nitrogen species; RONS) sem hafa áhrif á efnaskiptaferla fruma.�??
Vandamál sem fer aðeins versnandi
Uppgötvun sýklalyfja í upphafi 20. aldarinnar er án efa talið eitt mesta afrek vísindalegrar læknisfræði en þá kviknaði von um að hægt væri að lækna og jafnvel útrýma mörgum af skæðustu sjúkdómum heims. �?að leið hins vegar ekki á löngu frá því notkun sýklalyfja hófst þar til ónæmar bakteríur komu fram á sjónarsviðið. Hvenær telja menn að viðnám baktería við hefðbundnum sýklalyfjum gætu byrjað að hafa veruleg áhrif? �??Viðnám baktería og annarra örvera við sýklalyfjum hefur nú þegar byrjað að hafa áhrif og erfiðara hefur orðið að vinna bug á ýmsum sjúkdómum. �?etta er vandamál sem fer aðeins versnandi með hverju ári,�?? segir Saga.
Eins og fyrr segir er Saga nú í doktorsnámi og er það í raun skylt hennar fyrri vinnu úr meistaranáminu en þó ekki beint framhald. Saga hefur þó ekki sagt skilið við kalt plasma því meðfram náminu er hún í samstarfsverkefni með fyrirtækjum og nýsköpunarstofnunum í Gautaborg sem áætla að vinna með fyrirbærið í framtíðinni.
En hvernig fer vinnan fram doktorsnámi, hvernig er hefðbundinn dagur? �??Í doktorsnáminu er ég enn þá með hugann við bakteríusýkingar en með aðeins annarri nálgun. Til að byrja með mun ég fókusa á að búa til míkrósundmenn (e. microswimmers) með því að festa bakteríur á agnir sem eru á míkrómetra-skala þannig að bakteríurnar geti synt með agnirnar. �?essir sundmenn gætu svo til dæmis verið notaðir til að flytja lyf á ákveðinn stað í líkamanum. Næstu skref verkefnisins ráðast svo af niðurstöðunum sem ég fæ og hvaða áhugaverðan vettvang ég finn til samvinnu við. Hefðbundinn dagur er síðan bara blanda af lestri greina á sviðinu og vinnu á rannsóknar-stofunni. Mikið er um samvinnu innan og á milli ólíkra rannsóknarhópa sem er mjög gefandi þar sem háskólaumhverfið er fjölþjóðlegt og hef ég fengið að vinna með tugum mismunandi þjóðerna,�?? segir Saga.
Fór á ráðstefnu í Kaliforníu
Eflaust hryllir marga við tilhugsuninni um að sitja á skólabekk nánast sleitulaust til þrítugs, eins og raunin er hjá fólki sem fer alla leið í doktorsnám. En náminu fylgja þó ýmis fríðindi eins og að ferðast til annarra landa á ráðstefnur, kynnast nýju fólki og almennt víkka sjóndeildarhringinn líkt og Saga gerði fyrr á þessu ári er hún fór til Kaliforníu í Bandaríkjunum. �??�?g flaug út 30. mars og kom heim 12. apríl, svo ég var úti í rétt tæpar tvær vikur,�?? segir Saga en tilgangur ferðarinnar var einmitt að fara á ráðstefnu á vegum háskólans. Ásamt Sögu voru sex aðrir úr rannsóknarhópnum sem fóru í ferðina. �??Svo fyrst að maður var kominn alla leið til Kaliforníu þá var ekki annað hægt en að nota tækifærið og ferðast aðeins en við vorum þrjú sem ákváðum að vera aðeins lengur. Við byrjuðum í San Diego og fórum þaðan upp til Los Angeles. �?ar skoðuðum við Hollywood, Long Beach og Santa Monica áður en við héldum áfram upp ströndina með stuttum stoppum í Malibu og Santa Barbara. �?aðan lá leiðin til hafnarbæjanna Morro Bay og Monterey, með smá útúrdúr inn í landið til Carrizo Plain sem er margra kílómetra landsvæði sem blómstrar aðeins á margra ára fresti, þegar næg úrkoma hefur verið yfir vetrartímann. �?að þótti okkur því heldur merkilegt að sjá áður en við enduðum í San Francisco.�??
Í lok febrúar gaf Saga út, ásamt samstarfsmönnum sínum, ritrýnda grein í tímaritinu Frontiers in Cellular and Infection Microbiology þar sem viðfangsefnið var tilraun með það markmið að athuga hvort dræpi fleiri bakteríur, kalt plasma, C vítamín eða bæði saman. Fyrir þá sem ekki vita er ritrýni í grófum dráttum aðferðafræði innan vísindaheimsins þar sem rannsóknir eru skoðaðar af öðrum sérfræðingum á sama sviði og er tilgangurinn að viðhalda gæðastuðli og ákvarða hæfi greina til birtingar.
Sástu alltaf fyrir þér að fara þessa leið í náminu eftir grunnnám í eðlisfræði frá HÍ? �??Nei, þegar ég skráði mig í eðlisfræði við Háskóla Íslands, og langleiðina í gegnum námið, hafði ég ekki hugmynd um hvað ég vildi gera. En undir lok annars ársins byrjaði ég að hafa áhuga á að blanda saman eðlisfræði og líffræði, og í framhaldinu af því leitaði ég að meistaranámi á því sviði,�?? segir Saga sem veit ekki hvað tekur við að loknu náminu. �??Eftir doktorsnám er bæði möguleiki á að halda áfram í akademíunni eða fara á almennan atvinnumarkað. En það er í raun alltof langt í að ég klári námið til að fara að spá í framhaldið,�?? segir Saga að lokum.