Virðing eitt það allra mikilvægasta í mannlegum samskiptum
10. september, 2017
Nú í haust eru 523 nemendur skráðir í skólann og starfsfólk telur um 140 manns, þannig að Grunnskóli Vestmannaeyja er einn af stærstu vinnustöðum Vestmannaeyja,�?? segir Erlingur Richardsson, nýr skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja, í samtali við Eyjafréttir á dögunum en eins og flestir vita hóf skólinn göngu sína að nýju fyrir um tveimur vikum síðan.
Virðing er Erlingi ofarlega í huga og að hans mati eitt það mikilvægasta í mannlegum samskiptum. �??Hér mætast á hverjum degi fólk á ólíkum aldri, fólk með ólík áhugamál, fólk af ólíku þjóðerni o.s.frv. Til þess að slíkur vinnustaður geti dafnað þá er mjög mikilvægt að fólk komi fram við hvert annað af kurteisi og sýni hvert öðru virðingu. Í skólasetningarræðu minni fór ég aðeins inná það hvernig við getum verið kurteis en um leið sýnt hvert öðru virðingu, en virðing er eitt það allra mikilvægasta í mannlegum samskiptum. Dæmi um einfalda kurteisisvenju er að bjóða góðan daginn, það er einföld leið til að sýna öðrum virðingu. Í framhaldi af því lagði ég áherslu á nokkur atriði sem við getum haft í huga til þess eins að æfa okkur í því að sýna hvert öðru meiri virðingu,�?? segir Erlingur en hér að neðan eru eftirfarandi atriði:
�??Virðing er t.d að virða skoðanir annarra jafnvel þó við séum þeim ósammála.Við erum t.d. stundum ekkert sammála öllum en við þurfum að hlusta og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum og jafnvel áhugamálum annarra.
Virðing er að koma fram við aðra af kurteisi og nærgætni hvaðan sem þeir koma eða við hvað þeir starfa. Við þessa ábendingu er gott að staldra aðeins við því t.a.m eru í skólanum 38 nemendur, eða tæplega 8% nemenda, sem tala íslensku sem annað tungumál og eiga báða foreldra sem tala ekki íslensku sem móðurmál. Við þurfum að sýna þessu fólki virðingu og hjálpa þeim að aðlagast okkar samfélagi sem fyrst. �?g legg mikla áherslu á að við reynum að kenna þeim íslensku. Með því erum við að flýta fyrir því að fólk sem flytur hingað aðlagist íslenskri menningu. Íslensk börn og unglingar í dag eru orðin mjög góð í því að tala ensku og grípa því oft til hennar þegar þau hitta börn og unglinga af öðru þjóðerni, þó svo að sá einstaklingur kunni kannski ekki ensku. Um leið og ég hvet börn og unglinga til að tala íslensku sín á milli þá hvet ég auðvitað foreldra til að aðstoða foreldra þeirra eftir mesta megni. Til þess að kortleggja stöðu hvers og eins nemanda sem hefur ekki íslensku sem móðurmál þá mun Erna Jóhannesdóttir koma og starfa með okkur í skólanum. �?að sýnir að það er mikill metnaður hjá þeim sem koma að skólamálum í Vestmannaeyjum að geta stýrt og skipulagt menntun þessara einstaklinga.
Virðing felur í sér sjálfsvirðingu s.s að þekkja sína kosti og galla og notast við þá til að ná því besta fram. �?að er m.a eitt af hlutverkum skólans í gegnum uppeldisstefnu skólans, Uppeldi til ábyrgðar, að efla einstaklinginn og reyna að ná til hans og finna áhugasvið viðkomandi nemanda. �?annig getum við eflt sjálfsmynd og sjálfvirðingu nemenda. Við vitum öll að hver og einn hefur sínar sterku hliðar og það er mjög mikilvægt að við reynum að átta okkur sem fyrst á því hverjir þeir styrkleikar eru til þess að hægt sé að byggja ofaná, t.a.m með ólíkum kennsluaðferðum.
Virðing er að virða tíma annarra og sýna stundvísi. �?að er t.d. mikilvægt að mæta á réttum tíma í skólastofuna, íþróttaæfinguna eða í vinnuna. �?ðrum til upplýsinga, þá átti ég einlægt samtal við starfsfólk skólans um hvernig samfélagið okkar stendur sig í því að leggja áherslu á stundvísi og bera virðingu fyrir tíma annarra og hvort við sem hópur gætum eflt þennan þátt hjá okkur sjálfum.�??
Skóladagatalið ætti að hafa meiri áhrif
Segir Erlingur jafnframt að skóladagatalið ætti að vera áhrifameira skjal, skjal sem mætti stýra því meira hvernig Vestmannaeyingar skipuleggja sig. �??Ástæðan fyrir því að ég segi það er sú að í skólanum starfar um 1/5 allra bæjarbúa og stöðugleiki í mætingasókn nemenda og stöðugleiki í mannahaldi skiptir máli til að ná framförum í námi og góðum starfsanda. �?að hefur komið mér sjálfum persónulega á óvart hversu margar umsóknir um leyfi nemenda úr skóla, í fleiri en fimm daga í senn, bárust inn á borð í síðustu viku,�?? segir Erlingur og bætir við að með því að gera dagatal skólans að ríkjandi skipulagi í bænum væri verið að sýna skólastarfinu meiri virðingu.
�??Við höfum m.a. rætt það í okkar hópi hvort við mættum leggja dagatalið fyrr fram þannig að foreldrar, starfsmannafélög, íþróttafélög og fyrirtæki í bænum gætu notað skóladagatalið til að skipuleggja sína viðburði með hliðsjón af skólastarfi barnanna, líkt og þekkist víðs vegar um heiminn. Með því gætum við komið í veg fyrir miklar mannabreytingar í hópi starfsfólks í skólanum á skólaárinu og að nemendur upplifi stöðugleika í skólastarfinu. �?ví eins og við vitum þá er þetta lítið samfélag og ef t.a.m eitt starfsmannafélag setur upp eina utanlandsferð fyrir starfsfólk sitt þá getur það haft nokkurs konar margföldunaráhrif á aðra starfsemi, sérstaklega á stórum vinnustað líkt og GRV. �?ess vegna held ég að við þurfum að vinna öll aðeins betur saman í skipulagningunni til að koma í veg fyrir slíka árekstra.�??
Hátt hlutfall menntaðra kennara í GRV
Samkvæmt Erlingi er hlutfall menntaðra kennara í skólanum afar hátt miðað við t.d. höfuðborgarsvæðið. �??Við erum svo heppin í Grunnskóla Vestmannaeyja að vera með fáar mannabreytingar á milli ára. Til að mynda erum við með mjög hátt hlutfall menntaðra kennara og erum ekki í þeim vandræðum að þurfa að manna kennsluna með leiðbeinendum líkt og þarf orðið á höfuðborgarsvæðinu. Núna er staðan þannig að það er orðið eftirsótt að starfa hjá GRV og nú þegar erum við með umsóknir inni á borði hjá okkur af hæfu fólki sem vill koma og starfa í GRV.�??
Mikill metnaður
Á þeim mánuði sem Erlingur hefur starfað innan skólans skynjar hann mikinn metnað í starfsmannahópi skólans hvort sem það eru húsverðir, skólaliðar, stuðningsfulltrúar, matráðar, kennarar eða stjórnendur. Einnig hrósar hann bæjaryfirvöldum fyrir skjót viðbrögð. �??Starfsmenn og iðnaðarmenn eru á fullu að gera skólahúsnæðið klár en það má nú geta þess að í Barnaskólanum er verið að opna á milli sérdeildar og námsvers á 2. hæð skólans. �?angað mun bókasafnið færast en námsverið mun færast upp á efstu hæð í elstu byggingunni. Í Hamarsskólanum er aftur á móti verið að hólfa bókasafnið af og útbúa aðstöðu fyrir sérkennslu. Hér ber að þakka bæjaryfirvöldum hversu fljótt þeir brugðust við því ákalli sem barst úr skólanum.�??
Um nýtt námsmat hafði Erlingur mikið a segja. �??Kennarar í skólanum lögðu mikið á sig á síðasta skólaári til að koma sér sem fyrst inn í nýtt námsmat. Í haust fór deildarstjóri Hamarsskóla, �?skar Jósúason t.a.m á samstarfsfund í Reykjavík þar sem fulltrúar allra skóla koma saman og ræddu hvernig til hefði tekist og sýndu fram á hversu langt sinn skóli væri á veg kominn í því að innleiða nýtt námsmat. �?ar kom í ljós að Grunnskóli Vestmannaeyja er kominn einna lengst í þessari innleiðingu, sem gefur okkur til kynna að sú vinna sem fór fram hér á síðasta ári hefur skilað sér og sýnir okkur líka að hér er metnaðarfullt starfsfólk sem hefur unnið gífurlega vel,�?? segir Erlingur og heldur áfram á svipuðum nótum.
�??Í vor teiknaði Sigurlás �?orleifsson upp nýja hugmynd að skipulagi í 1.-3. bekk þar sem kennslustundin verður með þeim hætti að tveir kennarar koma að hópnum stóran hluta af kennslutímanum, sem ætti að bjóða upp á meiri tíma og nálgun með hverjum nemenda. En það má geta þess að að meðaltali eru 18 nemendur í bekk, ef öll aldursstigin eru skoðuð saman, sem svo sannarlega gefur kennurum gott svigrúm í kennslu. Mig langar líka að segja frá því hversu vel skólinn, starfsfólk skólans og bæjarbúar hafa sameinast um mikilvægi þess að lesa. Börn og foreldrar hafa verið dugleg að lesa heima. Við í skólanum leggjum áherslu á það að nemendur lesi daglega í 5-15 mínútur, en það fer auðvitað eftir aldri nemandans. Í skólanum hefst dagurinn alltaf með lestrarstund sem kallast yndislestur.�??
Heilsueflandi skóli
Síðast en ekki síst er GRV heilsueflandi skóli sem hvetur nemendur til að koma með hollt og gott nesti í skólann. �??�?að má geta þess að nemendur geta mætt í skólann á morgnana og þegið hafragraut í morgunmat. Skólinn opnar kl. 7:30 á morgnana en grautur er í boði frá 7:40. Auðvitað mega foreldrar koma með og geta þeir átt góða morgunstund með krökkunum áður en skólastarf hefst kl. 8:00. Við hvetjum svo alla nemendur okkar til að ganga eða hjóla í skólann. Ef nemendur koma hjólandi þá er auðvitað mikilvægt að vera með hjálm á höfði, það á auðvitað einnig við okkur sem eldri erum þegar við erum að hjóla. Nemendur í 1. bekk þurfa þó að vera í fylgd með foreldrum vilji þeir hjóla í og úr skólanum. Að endingu vil ég kurteisislega biðja akandi vegfarendur um að stöðva við gangbrautir þegar gangandi vegfarendur staldra við gangbraut og bíða þess að komast yfir.Við í GRV hlökkum mikið til komandi skólaárs og væntum góðs samstarfs við alla bæjarbúa,�?? segir Erlingur að endingu.
Kennarar og bekkir:
�?� 1. G.Snæ (19)
Guðrún Snæbjörnsdóttir
�?� 1. ÍP (18) Íris Pálsdóttir
�?� 1. MK (19)
Margrét Elsab. Kristjánsdóttir
�?� 2. SEÁ (16)
Snjólaug Elín Árnadóttir
�?� 2. ALS (17)
Anna Lilja Sigurðardóttir
�?� 2. HBG (17)
Helga Björg Garðarsdóttir
�?� 3. HRN (20)
Herdís Rós Njálsdóttir
�?� 3. SJ (19) Sigurbjörg Jónsdóttir
�?� 3. �?S (18) �?óra S. Sigurðardóttir
�?� 4. KM (22)
Kolbrún Matthíasdóttir
�?� 4. NÍG (19) Narfi Ísak Geirsson
�?� 4. �?J (21) �?órdís Jóelsdóttir
�?� 5. ESH (16)
Ester Sigríður Helgadóttir
�?� 5. SÁ (16)
Sæfinna Ásbjörnsdóttir
�?� 5. ULÍ (18) Unnur Líf Ingadóttir
�?� 6. AP (16) Arnheiður Pálsdóttir
�?� 6. HJH (17)
Helga Jóhanna Harðardóttir
�?� 6. JA (16) Jóhanna Alfreðsdóttir
�?� 7.DG�? (21)
Dóra Guðrún �?órarinsdóttir
�?� 7.ES (19) Elísa Sigurðardóttir
�?� 8. JGJ (19)
Jónatan Guðni Jónsson
�?� 8. �?S (19)
�?lafía �?sk Sigurðardóttir
�?� 8. R�? (20)
Rósa Hrönn �?gmundsdóttir
�?� 9. ÁST (18)
Ásdís Steinunn Tómasdóttir
�?� 9. EB (17) Evelyn Bryner
�?� 9. HJ (17) Hildur Jónasdóttir
�?� 10. B�? (16)
Berglind �?órðardóttir
�?� 10. GJ (17) Guðríður Jónsdóttir
�?� 10. SF (18)
Svanhvít Friðþjófsdóttir
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.