�??�?g hafði það alls ekki gott í Vestmannaeyjum. �?g var mikið einn og þetta var erfitt,�?? segir Hákon Daði Styrmisson, leikmaður Hauka í Olís-deild karla í handbolta, í viðtali við Fréttablaðið. Hákon Daði hætti á miðju tímabili hjá ÍBV og fór yfir í Hauka sem urðu Íslandsmeistarar. Á Hákon Daði sinn þátt í því með glæsilegri framgöngu í úrslitakeppninni. Hann skoraði í heildina 94 mörk (7,8 a.m.t. í leik) og var aðeins einu marki frá markameti goðsagnanna Valdimars Grímssonar og Róberts Julians Duranona.
�??�?g fór að hugsa um sjálfan mig,�?? segir Hákon Daði um ástæðu þess að hann yfirgaf Eyjar. �??�?g setti mig í fyrsta sætið og fór að hugsa um minn feril. �?g tel mig hafa tekið rétta skrefið í átt að betri og stærri ferli. �?g þurfti bara að taka aðeins til hjá mér.�??
,,Eineltið í garð Hákonar Daða fólst í útilokun eins og hann segir frá. �?etta varð að stórmáli innan íBV og í Eyjum fyrir áramót en málið var rannsakað og steig þjálfarinn, Arnar Pétursson, til hliðar á meðan greitt var úr málinu sem endaði með því að Hákon fór. Eineltið var innan ÍBV en hjá jafnöldrum Hákonar, ekki reyndari mönnum liðsins og þjálfara. �??Mér leið aldrei illa að fara á æfingar. Eldri strákarnir í meistaraflokknum tóku ekkert eftir þessu því þetta var aldrei í gangi á æfingum með þeim. �?g fékk þvílíkan stuðning frá eldri strákunum og Arnari þjálfara,�?? segir Hákon sem sagði engum frá raunum sínum fyrr en hann gat ekki meir síðasta vetur,” segir Fréttablaðið.
Sjálfur segir Hákon Daði: �??�?g fer til Adda þjálfara og segi honum frá þessu því ég vildi fara. Eins leiðinlegt og honum fannst þetta þá skildi hann mig alveg og stóð þétt við bakið á mér. Fyrst þegar við töluðum saman sagði ég honum ekkert ástæðuna. �?arna vissi enginn hvað var í gangi. Mamma og pabbi vissu það ekki einu sinni. �?egar ég segi Arnari frá þessu brýst allt út og ég brotna niður,�?? segir Hákon.
` +-