Jóna segir að Landvernd hafi tekið Vistvernd í verki upp á sína arma en alþjóðlegt heiti þess er GAP sem stendur fyrir Global action plan for the earth og á að stuðla að því að stjórnvöld nái settum markmiðum í umhverfismálum. Hún segir að verkefnið hafi þegar skilað miklum og varanlegum árangri í bættri umhverfismeðvitund og hegðun. Um 700 heimili hafa nú þegar tekið þátt í verkefninu á Íslandi sem er eitt 19 landa sem verkefnið hefur fest rætur í.
Byggist á hópastarfi
Vistvernd í verki byggist á hópastarfi þar sem fulltrúar fimm til átta heimila koma saman til sjö fræðslufunda á tólf vikna tímabili. Hverjum hópi er fylgt eftir af þjálfuðum leiðbeinanda og allir þátttakendur fá handbók og vinnubók þar sem finna má góð ráð og í er skráður árangur starfsins.
�?Nú er komið að Vestmannaeyjum og vonumst við til að fá fimm til sjö heimili til að koma að þessu með okkur. �?g verð leiðbeinandi fyrir heimilin og á hverjum fundi verður tekinn fyrir sér flokkur,�? sagði Jóna og hélt áfram. �?Flokkarnir eru sorp, orkunotkun heimilanna, vatn, innkaup og samgöngur. �?etta er ekki bara spurning um vistvæna hegðun heldur líka sparnað. �?að hefur sýnt sig að heimili sem taka þátt í verkefninu eru að spara 30.000 til 60.000 krónur á ári.�?
Viðtali birtist í heild sinni í Fréttum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst