Mikið gekk á í Víkinni í gærkvöldi í leik Víkinga og ÍBV manna en mistök sem áttu sér stað þegar gólfþvottavél var standsett til þrifa á gólfinu olli talsverðum meiðslum á leikmönnum beggja liða.
Röng efni voru sett í gólfþvottavél fyrir slysni og þó menn hefðu loks uppgötvað það mistókst einfaldlega að lagfæra það. �?að geta auðvitað alltaf orðið slys eða óhöpp þegar kemur að undirbúningi leikja og þetta er ekki í fyrsta skiptið og örugglega ekki það síðasta sem það gerist.
Enn eins og áður segir misstu bæði lið leikmenn í meiðsli vegna þessa atviks og líklega eru meiðsli Jóhanns R. Guðlaugssonar heimamanns verst og verður hann frá í einhverjar vikur.
Víkingar misstu einnig Arnór �?orra �?orsteinsson í meiðsli og hjá Eyjamönnum fóru þeir Andri Heimisson og Stephan Nielsen af velli ásamt Magnúsi Stefánssyni sem rann til í seinni hálfleik en hann kom þó inn á fljótt aftur.