Volcano Seafood tekur þátt í alþjóðlegri nýsköpunarkeppni
20. september, 2017
Krakkarnir í Volcano Seafood eru um þessar mundir staddir í alþjóðlegri nýsköpunarkeppni í Kaupmannahöfn þar sem hópurinn kynnir vöruna sína og um leið keppir við aðra hópa hvaðanæva að úr heiminum. Fjöldi verðlauna er í boði en ein þeirra eru svokölluð Social Media Group verðlaun þar sem úrslitin eru alfarið í höndum kjósenda en hægt er að kjósa hópinn með því að smella hér.