Mótsgestir Shellmótsins streymdu til Eyja á þriðjudag og miðvikudag en þátttakendur eru 1150 sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Einar Friðþjófsson, mótsstjóri, sagði erfitt að segja til um heildarfjöldann en reiknaði með að hingað komi um 3000 manns í tengslum við mótið.