Togaratvíburarnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS lögðu út frá Rongcheng í Kína áleiðis til Íslands þann 22. mars síðastliðinn. Gert er ráð fyrir að skipin komi til heimahafna í Eyjum og á Vestfjörðum um miðjan maí. Núna eru þeir staddir sunnan við Sri Lanka, en þeir munum fara í höfn í Colombo, höfuðborg Sri Lanka á morgun. Siglingarleiðin er 11.300 mílur og gert ráð fyrir að ferðin taki um 50 daga.
Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir að næst á dagskrá væri að fara í höfn í Colombo og fylla á olíu og birgðir. �??Í Colombo munu einnig fara um borð vopnaði öryggisverðir og er stefnan að fara úr höfn á laugardagskvöld.�?? Næstu tvær vikurnar mun Breki VE sigla í áleiðis í Sues skurðinn, �??á leiðinni þangað er siglt um Aden flóa sem er á milli Sómalíu og Jemen, þarna hafa sjórán verið stunduð,�?? sagði Sverrir. Allar varúðarráðstafanir hafa verið gerðir, �??við kynntum okkur þetta mjög fyrirfram, það hefur dregið úr þessu gríðalega síðustu ár og teljum við hættuna litla.�??
Höfum ekki miklar áhyggjur en gerum allar varúðarráðstafnir
Breki er vaktaður af vopnuðum öryggismönnum og eiga þeir að gæta alls sem gerist í kringum skipið. �?egar þeir nálgast þessi hættusvæði verður áhöfnin í sambandi við herskip á svæðinu sem eru þá til taks ef eitthvað gerist, einnig er Breki VE þannig undirbúin að ekki er auðveldur leikur að komast um borð ásamt því að vatnslöngur eru til taks. Búið er að loka uppgönguleiðum í skipið eins og stigum og skutrennu. �??�?etta eru tveir til þrír sólahringir sem geta verið varasamir, við gerum allar mögulegar varúðarástæður, en teljum hættuna ekki mjög mikla og höfum ekki miklar áhyggjur,�?? sagði Sverrir.