�?riðjudaginn 26.apríl verða haldnir Vortónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja sem áður voru auglýstir 17.apríl en þurfti að fresta.
Tónleikarnir verða kl.18:00 í Kviku (félagsheimilinu) Heiðarvegi. Á efnisskránni eru verk úr Disneyteiknimyndum auk kvikmyndatónlistar. Að þessu sinni er sveitin eingöngu skipuð félögum sem búsettir eru hér í Eyjum, en við eigum mikinn og góðan flokk félaga á fastalandinu sem hefur verið okkur einkar trúr og spilar með okkur reglulega á Styrktarfélagtónleikum sveitarinnar ásamt öðrum viðburðum. Sérstakir gestir að þessu sinni eru Skólalúðrasveit Vestmannaeyja og munu sveitirnar spila nokkur lög sameiginlega. Aðgangur er ókeypis og vonumst við til að sem felstir njóti þessarar skemmtunar.
Lúðrasveit Vestmannaeyja