Á laugardaginn komu 69 pysjur til skráningar í pysjueftirlitið og voru því pysjurnar orðnar yfir 300 samtals í morgun. �?ær eru langflestar í góðu ástandi og alveg tilbúnar til að fara í sjóinn. Meðalþyngd þeirra er um 261 gramm, sem er nokkuð betra en var í fyrra. Fjöldi pysja hefur aukist dag frá degi og vonandi heldur sú þróun áfram.