�?riðjudaginn 5. október kl. 21.47 sendi Dóra Björk framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags tölvupóst til okkar í nafni stjórnar félagsins. Tölvupósturinn er svohljóðandi:
Knattspyrnuráð karla
Á fundi aðalstjórnar ÍBV íþróttafélags í dag var m.a. fjallað um skipan nýs knattspyrnuráðs meistaraflokks karla fyrir næsta keppnistímabil. Fyrir lá tilkynning �?skars �?lafssonar til formanns og framkvæmdastjóra félagsins frá því í ágúst þess efnis að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Stjórnin hefur nú skipað Pál Hjarðar Almarsson til að gegna formennsku í knattspyrnuráðinu á næsta tímabili og mun hann nú vinna að tillögum um skipan ráðsins að öðru leyti, sem síðan verða bornar undir aðalstjórn.
Fyrir hönd aðalstjórnar ÍBV íþróttafélags,
Dóra Björk.
Morguninn eftir miðvikudaginn 6. október kl. 09.05 voru send eftirfarandi skilaboð frá okkur til aðalstjórnar:
Sæl Dóra og meðlimir aðalstjórnar
Nú komum við flestir af fjöllum sem erum í ráðinu í dag. Er með þessu verið að setja ráðið af? Ef svo, hefði ekki verið eðlilegra, sanngjarnara og réttara að gera það með öðrum hætti?
Ef ekki er verið að setja ráðið af, hvernig eigum við að lesa í þennan gjörning og hverju á hann að skila?
Við erum í miðri vinnu við að ræða við leikmenn sem þarf að ræða við vegna samninga þeirra við deildina, hvernig standa þau mál? Sama á við um þjálfaramál?
�?að er alls ekki æskilegt að sú vinna stoppi eða henni seinki um margar vikur.
�?g tel bæði eðlilegt og rétt að frekari útskýringar komi frá aðalstjórn vegna þessarrar tilkynningar og einhvernveginn finnst mér þeir einstklingar sem þetta var sent til eiga skilið að fá betri útskýringar. Menn eru algjörlega í lausu lofti.
Með vinsemd.
Kær kveðja
Bjarni �?lafur �?? Daddi
Aðalstjórn boðaði fund þann sama dag kl. 12.15 með okkur en án �?skars Arnar �?lafssonar fyrrverandi formanns, sem var þá staddur erlendis, og Hannesar Gústafssonar varaformanns sem var fjarverandi. Á þeim fundi fengust engin svör við ofangreindum spurningum aðeins að aðalstjórn hefði borið skylda til að skipa nýjan formann. Á þeim fundi var bæði fullyrt og ýjað að hlutum af hendi aðalstjórnar sem halda ekki neinum rökum, og eru í raun hrein ósannindi. Taka ber þó fram að aðalstjórn hefur enn ekki ritað fundargerð fyrir þennan fund, þrátt fyrir ábendingar frá okkur þar um.
Við sem þessi ákvörðun beinist að höfum enn þann dag í dag ekki fengið neinar skýringar frá aðalstjórn fyrir þessari ákvörðun. �?að að formaður hafi ákveðið að hætta er ekki nýtt hjá ráðum og deildum félagsins, og þá hafa ráðin sjálf séð um að skipta með sér verkum að nýju sem og að fá nýtt fólk inn ef svo ber undir. Við höfum haft frumkvæði við aðalstjórn að ná fram sáttum en ekki fengið undirtektir.
Í fyrirsögn fréttatilkynningar aðalstjórnar er tilgreint �??að enginn hefur verið rekinn úr knattspyrnuráði�??. �?að er engan veginn hægt að vera sammála þeirri skýringu og er hún því röng. Við förum fram á skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin, hvers vegna aðalstjórn ræddi ekki við okkur áður en ákvörðun var tekin og færð rök fyrir þeirri ákvörðun.
Framganga aðalstjórnar ÍBV er algerlega fráleit og taka ber fram að aðalstjórn boðaði fyrra knattspyrnuráð aldrei til fundar vegna þessa máls, eins og lög félagsins segja til um.
Undanfarna daga hafa stjórnarmenn aðalstjórnar haft sig mjög í frammi við að hringja í ýmsa aðila sem ýmist hafa starfað fyrir knattspyrnudeildina eða eru styrktaraðilar, og gert lítið úr okkar störfum. �?að eru óásættanleg vinnubrögð og hvers vegna svo er, hljóta að teljast undarleg vinnubrögð að hálfu þessara stjórnarmanna.
Við förum fram á að aðalstjórn ÍBV íþróttafélags biðji okkur afsökunar bæði persónulega og með opinberri yfirlýsingu á því hvernig staðið var að málum og hreinsi þær sögusagnir sem hafa verið í gangi vegna þessa máls. �?að er félaginu til framdráttar.
Við erum sjálfboðaliðar sem höfum lagt okkur alla fram að vinna að hag félagsins okkar. �?að að meðhöndla okkur á þann hátt sem raun ber vitni, er einsdæmi hjá félaginu og félaginu ekki til framdráttar.
Við erum gildir og góðir félagsmenn, eigum börn sem eru og hafa verið þátttakendur í starfi félagsins og erum einnig eigendur í félaginu ásamt öllum öðrum félagsmönnum. Við viljum minna á að það eru félagsmenn sem eiga félagið en ekki sú aðalstjórn sem situr hverju sinni.
Að endingu óskum við nýju knattspyrnuráði farsældar í sínum störfum.
Áfram ÍBV, alltaf og alls staðar
Ráðsmenn í fráfarandi knattspyrnuráði ÍBV:
Bjarni �?lafur Guðmundsson
Hjálmar Jónsson
Ingi Sigurðsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Jónas Guðbjörn Jónsson
�?ðinn Sæbjörnsson
�?lafur Björgvin Jóhannesson
�?rn Hilmisson