Föstudaginn 6. febrúar flytur Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu fyrirlesturinn �??En amma hafði á öldunni gát og aflann úr fjörunni dró�??, í fyrirlestrasal �?jóðminjasafnsins, kl. 12-13.
Í fyrirlestrinum mun Kristín fjalla annars vegar um langömmu sína Kristínu Magnúsdóttur, 1859-1938, sem lengst af bjó í Vestmannaeyjum og hins vegar móðurömmu sína Guðrúnu Guðmundsdóttur, 1895-1973, sem var frá Akranesi en bjó lengst af í Mosfellssveitinni og Reykjavík en einnig í Bandaríkjunum. �?vi þessara kvenna var ólík en báðar voru alþýðukonur sem áttu það sameiginlegt að möguleikar til menntunar voru litlir.
Kristín Magnúsdóttir ólst upp í Landeyjunum en flutti til Vestmannaeyja 1886 ásamt eiginmanni, einni dóttur og einum uppeldissyni.
Börnin urðu alls átta. Lífsbaráttan var oft erfið á stóru heimili og hafið gaf og tók. Kristín upplifði miklar breytingar frá nánast fornaldarsamfélagi til vélvæðingar og mikils uppgangs í sjávarútvegi. Hún lifði á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar, sá uppgang þriðja áratugar 20. aldar og loks heimskreppuna sem birtist með miklum átökum í Eyjum.