�??Hún kallar mig teboðshræsnara�??
16. desember, 2014
Erum við “Teboðshræsnarar” sem ræðum góð gildi og kristna trú? spurði Ásmundur Friðriksson alþingismaður á Alþingi í dag. Hann ræddi í þinginu um tiltrú á þingið og framkomu þingmanna.
Pressan.is birti þessa frétt af umræðunni.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sár og svekktur út í Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir og fleiri þingmenn fyrir framgöngu þeirra.
Ásmundur kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins í morgun til að gagnrýna framferði þingmanna á síðustu dögum og sagði þá hafa brugðist í því verki sýnu að bæta ásýnd þingsins. Sjálfur hafi hann á síðasta kjörtímabili hringt í samflokksmenn sína og skammað þá fyrir málþóf sem að hans mati er niðurlægjandi fyrir þingið. Hann fordæmdi það málþóf sem stjórnarandstaðan stóð fyrir í gær og sagði það til háborinnar skammar.
�?á sagði hann virðingu þingmanna í garð hvers annars enga og vísaði þar meðal annars í ummæli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur sem, líkt og fram kom í frétt Eyjunnar, um �??teboðshræsni�??.
�?g, sem sjálfur hef rætt um góð gildi lífsins og kristna trú sem mér er hugleikin, fæ kaldar kveðjur frá góðum samstarfsmanni í velferðarnefnd, háttvirtum þingmanni Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, sem kallar mig teboðshræsnara. Hún kallar mig teboðshræsnara fyrir að tala um góð gildi lífsins. Er það þessi andi sem að við viljum að ríki í þessu húsi? […]�?eir þingmenn sem að tala svona, þeir eru ekki að lítillækka sjálfa sig, þeir eru að lítillækka þennan vinnustað, þennan vinnustað sem fólkið í landinu er að líta til og vill að borin sé virðing fyrir. En við gerum það ekki með svona talsmáta.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, svaraði Ásmundi og sagði það fráleitt að tala um málþóf. �?ingstörf hafi gengið mjög greiðlega fyrir sig sem sjáist best á því að það stefni í að þeim ljúki í dag, 16. desember.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst