„Ég fékk eiginlega nett sjokk þegar fréttirnar bárust af því að við myndum mæta Eyjamönnum. Síðan kom næsta áfall þegar við gerðum okkur grein fyrir öllu umstanginu sem fylgir svona bikarleik. En þetta verður fyrst og fremst stórskemmtilegt fyrir okkur og mikil upplifun að mæta liði eins og ÍBV,“ sagði Guðjón Paul Erlendsson, þjálfari utandeildaliðsins Kjalnesinga, sem í gær drógust gegn Eyjamönnum í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta.