Í fylgiriti Morgunblaðsins, Monitor er viðtal við Baltasar Kormák sem leikstýrir m.a. myndinni Djúpinu, sem var að hluta til tekin upp hér í Eyjum. Talið berst eðlilega að myndinni og veru þeirra í Eyjum og leikstjórinn er ekki í vandræðum með að lýsa Vestmannaeyjum og íbúunum hér. „Við erum nýbúin að klára tökur, en svo á ég reyndar eftir örfáa daga í vetrartökum. Ætlunin er að frumsýna hana eftir áramót að öllu óbreyttu. Þetta er búið að vera geggjað ævintýri.Við höfum tekið upp úti á sjó og neðansjávar og vorum í Vestmannaeyjum lengi, sem var frábært. Djöfull fíla ég Vestmannaeyinga. Algjörlega magnað lið.“