Elliði Vignisson, bæjarstjóri flutti þrumuræðu yfir mótmælendum í Eyjum í dag þegar um 1500 Eyjamenn mótmæltu fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri Heilbrigðistofnunar Vestmannaeyja. Elliði kom víða við í máli sínu, sagði að Eyjamenn stæðu frammi fyrir ógn en ógnin væri ekki aflabrestur, ekki að válynd veður grandi fiskibátum eða að eldgos eyði byggð. Hættan væri að ríkisvaldið væri að leggja niður nauðsynlega heilbrigðisþjónustu en Elliði lauk ræðunni með því að segja: „Lifi Vestmannaeyjar!“ Ræðuna má lesa í heild hér að neðan.